Fréttir
BURTON - STREET [SNOWBOARDING]
Burton var að senda frá sér aðra snjóbretta stuttmyndina í fjögurra þátta seríu sem kemur út hver á eftir annari á næstu vikum. Önnur myndin fjallar um brettamennsku á götunum / bæjum eða "Street" eins og þeir kalla þetta í útlöndunum. Þarna kemur fram goðið sjálft Jeremy Jones ásamt Zak Hale, Mark Sollors og Ethan Deiss ! Allir eru með svakalegan part í myndinni og þetta er sannkölluð veisla, komið ykkur vel fyrir, smellið á "play" og njótið næstu 20 mínútna í boði Burton !
ISDE 2013 - DAGUR 2
Annar dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 2 - Samantekt:
Dagur tvö var aftur í vil Frakkans Antoine Meo sem vann 3 af 6 sérleiðum dagsins, fyrstu tvær vann Ástralinn Daniel Milner og fjórðu var það Frakkinn Johnny Aubert. Antoine Meo er nú í forystu í heildarkeppni ökumanna, Daniel Milner í öðru og Johnny Aubert í þriðja. Frakkar leiða keppnina milli landa ennþá með tímann 8h33'18", Ástralir eru í öðru +4'56" á eftir og Bandaríkjamenn í þriðja +5'11" á eftir en þar er það áfram Taylor Robert sem stendur sig best !
ISDE 2013 - Dagur 2 - Myndband:
ISDE 2013 - Dagur 2 - Myndband (FIM):
ISDE 2013 - DAGUR 1
Eins og allir gallharðir endurokappar eiga að vita fór ISDE 2013 eða Six Days af stað í gær á Ítölsku eyjunni Sardiníu. Það er náttúrulega alveg synd og skömm að maður sé ekki á staðnum að leggja af stað og koma sér úr 12 dögum uppí 18, en það er því miður alveg djöfullegt fyrir veskið að gera þetta allt á eigin vegum... En hvað um það við fylgjumst samt með herlegheitunum því þessi keppni er alveg einstök og ótrúlega skemmtilegt form sem sýnir og sannar hverjir eru hörðustu enduromenn heims !
ISDE 2013 - Dagur 1 - Samantekt:
Fyrsti dagurinn byrjaði með ræsingu Frakkans Jeremy Joly og Frakkarnir héldu uppteknum hætti frá því í fyrra og enduðu daginn á toppnum ! Það var að miklu leyti Antoine Meo sem tryggði Frökkum þessa stöðu eftir daginn en hann var með besta tíma á sérleið 4 og 5. Í öðru sæti eftir daginn eru Bandaríkjamenn og þar er það Taylor Robert sem er að keyra gríðarlega vel og var með besta tíma á síðustu sérleið dagsins. Í þriðja sæti eru Ástralir og þar er það Daniel Milner sem fer fyrir flokknum og er meira að segja fremstur í heildarkeppni ökumanna ! Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta þróast næstu daga !
ISDE 2013 - Dagur 1 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 1 - Myndband (FIM):
SNJÓBRETTA OG SKÍÐA TRAILERAR 2013-2014
Já það er rétt, veturinn er að nálgast með allt sitt hvítagull og hamingju, en til að létta okkur biðina og peppa okkur upp fyrir átökin í brekkunum í vetur höfum við sem betur fer bíómyndirnar sem eru alltaf að verða flottari og klikkaðari ! Ég tók saman "trailer-a" frá helstu snjóbretta og skíða myndunum sem þið getið kíkt á, sumar eru komnar út og hægt að kaupa nú þegar og aðrar eru væntanlegar á næstunni !
SNJÓBRETTI:
Nation - Transworld Snowboarding
Komin út á iTunes
[SNOWBOARDING] - Burton
Fjórar stuttmyndir gefnar út á netinu - www.burton.com
Never Not Part 1 & 2 - Nike
Part 1 - Til sölu á iTunes | Part 2 - Frítt á iTunes
The Last Ones - Videograss
Komin á iTunes
Brain Dead and Having a Heart Attack - Think Thank
Komin á iTunes
SKÍÐI:
Partly Cloudy - Level 1
Kemur út í september
Mutiny - Stept Productions
Komin á iTunes
Into The Mind - Sherpas Cinema
Kemur í haust
Way Of Life - Teton Gravity Research
Kemur út í september
Tracing Skylines - Poor Boyz Productions
Kemur út í september
Valhalla - Sweetgrass Productions
Kemur út í september
2014 SNOCROSS SLEÐARNIR
Enn eitt árið eru framleiðendurnir mættir með endurbættar útgáfur af snocross sleðunum sínum og eins og vanalega voru 2014 árgerðirnar kynntar á Hay Days nú fyrir stuttu og eins og alltaf eru þeir algert augnakonfekt ! Ég tók saman helstu uppfærðu atriðin á sleðunum og smellti saman hér fyrir neðan, aðal fréttirnar eru sennilega þær að allir framleiðendur eru komnir með lengri búkka, 128", spurning hvernig það verður...
Ski-Doo
Ski-Doo MXZ X RS 600 - Helstu nýjungar: Nýtt REV-XS boddý, ný og lengri afturfjöðrun, nýtt 128" belti, lengri skúffa með nýju formi, ný staða á framfjöðrun, endurnýjað stýriskerfi sem á að gera stýrið léttara, meiri kæling, endurbættar stillingar á kúplingu, endurbættar ECM stillingar, 40mm blöndungar.
Polaris
Polaris IQ R 600 - Helstu nýjungar: Nýr sveifarás, ný afturfjöðrun, nýtt 128" belti, nýjar stillingar á dempurum, nýir Hayes bremsuborðar, ný grafík.
Arctic Cat
Arctic Cat ZR 6000 R Sno Pro - Helstu nýjungar: Nýir spindlar, sterkari armar, nýjar hliðar með meiri kælingu, nýtt drifskaft, nýtt drifskaft í búkka með nýjum "sprocket" hjólum, nýtt 129" belti fyrir Snocross og 128" belti fyrir Cross Country, nýjar styrkingar á stigbrettum, nýtt sætisáklæði, endurbætt bremsa, ný bensíngjöf, endurbætt púst, endurbættat stillingar á kúplingu.
Hver yrði fyrir valinu hjá þér og af hverju ?