Fréttir

SLEDNECKS 16 TRAILER

Þá eru þeir félagarnir í Slednecks mættir með sína sextándu mynd og ekki lítur hún út fyrir að slá slöku við ef marka má "trailer-inn" sem þeir sendu frá sér fyrir nokkrum dögum ! Þarna eru allar hetjurnar mættar og auðvitað risastór stökk, botnlaust púður og fleira til að fá mann til að slefa yfir allt sófaborðið í góðar 45 mínútur ! Kíkið á "trailer-inn" hér fyrir neðan og svo er myndin komin í sölu á www.slednecks.com !Slednecks 16

WITHDRAWALS - A SNOWMOBILERS STRUGGLE WITH SUMMER

Eru einhverjir sem eru í þessari stöðu ? Vonandi hafið þið þarna úti nóg af öðrum áhugamálum svona yfir sumartímann en þetta er samt helvíti flott myndband og maður fær alveg fiðringinn ;)Withdrawals - A snowmobilers struggle with summer

HLÍÐARFJALL DROP 15.06.13

Ákvað að smella inn þessari klippu frá "drop-inu" mínu fram af Hlíðarfjalli um helgina, þetta fékk hjartað alveg til að slá aðeins hraðar ;) ! Alveg geðveik sleðahelgi og færið og veðrið uppá 10 ! Vona að þið njótið !Hlíðarfjall Drop 15.06.13

JOHN JOHN FLORENCE - PERFECT 10

Surf keppnin Oakley Pro Bali fer fram þessa dagana og í Round 1 á þriðjudaginn var það John John Florence sem stal algjörlega senunni með hrikalegu "alley-oop" stökki sem tryggði honum fullkomna 10 fyrir !

DANNY MACASKILL - IMAGINATE

Danny Macaskill heldur áfram að toppa sig með nýjasta myndbandi sínu sem hann kallar Imaginate, hingað til hefur hann fundið sér staði með hlutum til að gera listir sínar á en núna tók hann alveg nýjan pól í þetta og var heilt sett smíðað eftir hugmyndum hans svo hann gæti gert þær listir sem hann hefur dreymt um ! Það er líka óhætt að segja að þetta sé alveg í nýjum standard miðað við eldri myndbönd frá honum og skildi mig allavega eftir gjörsamlega agndofa ! Sjón er sögu ríkari svo smellið á play og reynið að trúa augunum ykkar...Danny MacAskill - Imaginate