2014 SNOCROSS SLEÐARNIR
Enn eitt árið eru framleiðendurnir mættir með endurbættar útgáfur af snocross sleðunum sínum og eins og vanalega voru 2014 árgerðirnar kynntar á Hay Days nú fyrir stuttu og eins og alltaf eru þeir algert augnakonfekt ! Ég tók saman helstu uppfærðu atriðin á sleðunum og smellti saman hér fyrir neðan, aðal fréttirnar eru sennilega þær að allir framleiðendur eru komnir með lengri búkka, 128", spurning hvernig það verður...
Ski-Doo
Ski-Doo MXZ X RS 600 - Helstu nýjungar: Nýtt REV-XS boddý, ný og lengri afturfjöðrun, nýtt 128" belti, lengri skúffa með nýju formi, ný staða á framfjöðrun, endurnýjað stýriskerfi sem á að gera stýrið léttara, meiri kæling, endurbættar stillingar á kúplingu, endurbættar ECM stillingar, 40mm blöndungar.
Polaris
Polaris IQ R 600 - Helstu nýjungar: Nýr sveifarás, ný afturfjöðrun, nýtt 128" belti, nýjar stillingar á dempurum, nýir Hayes bremsuborðar, ný grafík.
Arctic Cat
Arctic Cat ZR 6000 R Sno Pro - Helstu nýjungar: Nýir spindlar, sterkari armar, nýjar hliðar með meiri kælingu, nýtt drifskaft, nýtt drifskaft í búkka með nýjum "sprocket" hjólum, nýtt 129" belti fyrir Snocross og 128" belti fyrir Cross Country, nýjar styrkingar á stigbrettum, nýtt sætisáklæði, endurbætt bremsa, ný bensíngjöf, endurbætt púst, endurbættat stillingar á kúplingu.
Hver yrði fyrir valinu hjá þér og af hverju ?