Ískross

UPPLÝSINGAR FYRIR ÍSCROSS Á MÝVATNI

Eins og flestum mun ljóst er afar dræm þátttaka í Íslandsmeistaramótinu í Íscrossi um næstu helgi, þrátt fyrir að aðstæður séu með allra besta móti. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og MSÍ hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að keyra ekki tímatökur í mótinu, þar sem keppnisgjöld standa ekki undir kostnaði. Keppnisfyrirkomulagið verður því með sama sniði og á Akureyri í 1. umferðinni, en haldið verður utanum stigagjöf til Íslandsmeistara. Í þessu ljósi hefur Akstursíþróttafélagið tekið ákvörðun um að keyra báðar umferðirnar á laugardag, samkvæmt meðfylgjandi tímaplani.

Kveðja úr Mývatnssveit,

Stefán Gunnarsson

Mývatn 27.02.13Íscross 2013 - 2. & 3. umferð -  Dagskrá

SKRÁNINGU LÝKUR Í KVÖLD Í ÍSCROSS !

ATH. skráningarfrestur í 2. og 3. umferð í íscrossi á Mývatni um næstu helgi lýkur kl. 21:00 í kvöld og verður ekki framlengdur ! Allir að henda sér inn á www.msisport.is og taka þátt í ofur íscross helgi í Mývatnssveit !

Iscross 2013

ÍSCROSS VEISLA Á MÝVATNI 2. OG 3. MARS !

Íscross Mývatn 2013

Svo nú þýðir ekkert annað en að smella sér í Mývatnssveitina og taka þátt í öllu fjörinu !

SKRÁNING FRAMLENGD FYRIR ÍSKROSS

Fyrsta umferðin í ískrossinu 2013 fer fram um næstu helgi á Akureyri í tengslum við vetrarhátíðina Éljagang. Skráningarfresturinn hefur verið framlengdur til klukkan 21:00 á fimmtudagskvöld svo nú er um að gera að smella sér inn á www.msisport.is og skrá sig til leiks !

Éljagangur 2013

MSÍ ÍX 2012 - UMFERÐ 2 & 3 - MÝVATN

Um helgina fóru fram tvær umferðir í Íslandsmótinu í Ískrossi og voru þær báðar keyrðar á Mývatni. Í upphafi var stefnan að keyra aðra umferðina á laugardeginum og hina á sunnudeginum en vegna vonskuveðurs sem skall á seinnipart laugardagsins náðist ekki að klára fyrri umferðina og voru þau hít sem voru eftir keyrð í byrjun sunnudagsins. Sitthvor brautin var keyrð hvorn daginn og lögðu heimamenn mikla vinnu í brautargerð yfir helgina.

MSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - Mývatn

Myndir - Jón Ásgeir Þorláksson - Bjarni Hauksson

En að keppnunum þá var gríðarleg barátta í öllum flokkum og í mörgum flokkum réðst Íslandsmótið ekki fyrr en í loka hítunum.

Í kvennaflokki voru þær Signý og Andrea í mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og fyriri síðasta hítið voru þær jafnar að stigum en þá hafði Signý betur og tryggði sér titilinn með hörku akstri.

Í unglingaflokki var barist hart og á endanum tryggði Bjarni Hauksson sér Íslandsmeistaratitilinn með aðeins 4 stiga forystu á Victor Ingva Jacobsen.

Í opna flokknum var gríðarleg barátta milli efstu manna en það var heimamaðurinn Jón Ásgeir Þorláksson sem hirti Íslandsmeistaratitilinn eftir frábærann akstur.

Í vetrardekkjaflokki voru efstu menn í hrikalegri baráttu og leit allt út fyrir að loksins gæti einhver strítt Kára Jónssyni sem hefur haft algera yfirburði í ískrossinu síðustu vetur en yfir helgina var Bjarki Sigurðsson að keyra hrikalega vel og vann sum hítin með yfirburðum, en stöðugleikann vantaði þar sem að hann krassaði í tveimur hítum og endaði mjög aftarlega. Mesta stöðugleikann sýndi Guðbjartur Magnússon sem endaði öll hít ársins í topp sætunum en það dugði honum þá aðeins í annað sætið í Íslandsmótinu þar sem Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með fanta akstri þegar allt lá undir.

Virkilega flottar keppnir og skemmtilegt keppnistímabil í Ískrossinu 2012 !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...