Snjóbretti

BURTON - RESORT [SNOWBOARDING]

Í dag sendi Burton frá sér fjórðu og síðustu snjóbretta stuttmyndina í fjögurra þátta seríu sem er búin að koma út á tveggja vikna fresti núna síðustu vikur. Þessi mynd fjallar um þá hlið Burton teymisins sem snýr sér að "pörkum" eða "resorts" eins og þeir vilja kalla það, en þarna koma fram Mark McMorris, Danny Davis, Peetu Piiroinen, Jack Mitrani, Christian Haller, Werni Stock, Roope Tonteri, Marko Grilc, Ben Ferguson, Gabe Ferguson, Redmond Gerard o.fl. ! Þá er bara að ýta á "play" og njóta í boði Burton !Burton - Resort [Snowboarding]

Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry
13.09.13                              27.09.13                             11.10.13                             25.10.13

BURTON - WOMEN [SNOWBOARDING]

Burton var að senda frá sér þriðju snjóbretta stuttmyndina í fjögurra þátta seríu sem er búin að koma út á tveggja vikna fresti núna síðustu vikur. Þessi þriðja mynd fjallar um Burton stelpurnar en þarna koma fram Kimmy Fasani, Kelly Clark, Hannah Teter, Arielle Gold, Enni Rukajärvi, og Cilka Sadar. Við fáum að sjá þær í allskyns aðstæðum frá fjöllum yfir í brettagarða og sjáum hvað þessar stelpur eru grjótharðar ! Þá er bara að ýta á "play" og njóta næsta korters í boði Burton !Burton - Women [Snowboarding]

Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry
13.09.13                              27.09.13                             11.10.13                             25.10.13

BURTON - STREET [SNOWBOARDING]

Burton var að senda frá sér aðra snjóbretta stuttmyndina í fjögurra þátta seríu sem kemur út hver á eftir annari á næstu vikum. Önnur myndin fjallar um brettamennsku á götunum / bæjum eða "Street" eins og þeir kalla þetta í útlöndunum. Þarna kemur fram goðið sjálft Jeremy Jones ásamt Zak Hale, Mark Sollors og Ethan Deiss ! Allir eru með svakalegan part í myndinni og þetta er sannkölluð veisla, komið ykkur vel fyrir, smellið á "play" og njótið næstu 20 mínútna í boði Burton !Burton - Street Snowboarding

Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry
13.09.13                              27.09.13                             11.10.13                             25.10.13

BURTON - BACKCOUNTRY [SNOWBOARDING]

Burton var að senda frá sér fyrstu snjóbretta stuttmyndina í fjögurra þátta seríu sem kemur út hver á eftir annari á næstu vikum. Fyrsta myndin fjallar um brettamennsku í fjöllunum eða "Backcountry" eins og þeir kalla þetta í ameríkuhreppi. Þarna koma fyrir þeir Jussi Oksanen, Terje Haakonsen, Jeremy Jones, Nicolas Müller, Mikey Rencz og Mark Sollors, semsagt alger veisla ! Mæli með að þið komið ykkur vel fyrir og smellið á "play" og njótið næstu 20 mínútna !Burton - Backcountry Snowboarding

Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry
13.09.13                             27.09.13                             11.10.13                             25.10.13

AK PARK 25.03.13.

Pepp fyrir AK Extreme 2013 ! Henti saman smá klippu til að sýna "park-inn" í Hlíðarfjalli og hvað hann er geðveikur ! Tónlist: Major Lazer - Original Don, fæst á iTunes ! Tekið með Canon 7D og GoPro Hero 3, unnið í Premiere Pro CS6.AK PARK 25.03.13.