Fréttir

SLDNX - BLAST FROM THE PAST - JAY QUINLAN

Slednecks voru að senda frá sér annan "Blast from the Past" netþátt þar sem við fáum að rifja upp kaflann hans Jay Quinlan úr Slednecks 5, en þessi maður var og er náttúrulega alger goðsögn í sleðaheiminum fyrir svo ótal margt ! Hér fáum við að njóta þess að sjá hann á Polaris Pro-X kvikindinu að refsa honum hrikalega í sjúkum stökkum og drop-um !Slednecks - Blast from the past

SLEDNECKS - BLAST FROM THE PAST

Þetta er náttúrulega alger snilld, en Slednecks gengið var að byrja með skemmtilegan netþátt þar sem þeir rifja upp atriði úr sögu myndanna og nýjasta brotið sem þeir smelltu á netið er alveg frá byrjuninni, úr myndinni sem startaði öllu dæminu, Slednecks 1 ! Þarna eru það klárir frumkvöðlar Todd Swim og Zeph Bryant sem taka á því í Crested Butte í USA á tryllitækjum sinnar tíðar ! Passar vel að kynda svona upp í manni þar sem hvítagullinu kyngir niður þessa stundina hér fyrir norðan !Slednecks - Blast from the past

NEKTARSKÍÐUN ER INN Í VETUR

Fyrir stuttu kom út ný skíðamynd frá Sweetgrass Productions sem heitir Valhalla og ef þið hafið ekki séð þessa mynd þá mæli ég alveg klárlega með henni, miklu meira en flott skíðun, virkilega flott pæling og hélt mér alveg heilluðum ! En í þessari mynd er atriði sem er sennilega eitt fyndnasta skíðaatriði seinni ára en þar eru allir naktir í allskyns vitleysu, nema hvað, allir auðvitað með ýlinn á sér ! Kemur klárlega brosi á mann ! Annars bara góða helgi og njótið ferska loftsins sem mest !Valhalla - Naked Ski Segment

HOW TO BE A MOUNTAIN BIKER IN 29 STEPS

Hérna er alveg snilldar myndband sem sýnir hvernig maður verður alvöru fjallahjólari í 29 auðveldum þrepum !How to be a Mountain Biker in 29 steps

BURTON - RESORT [SNOWBOARDING]

Í dag sendi Burton frá sér fjórðu og síðustu snjóbretta stuttmyndina í fjögurra þátta seríu sem er búin að koma út á tveggja vikna fresti núna síðustu vikur. Þessi mynd fjallar um þá hlið Burton teymisins sem snýr sér að "pörkum" eða "resorts" eins og þeir vilja kalla það, en þarna koma fram Mark McMorris, Danny Davis, Peetu Piiroinen, Jack Mitrani, Christian Haller, Werni Stock, Roope Tonteri, Marko Grilc, Ben Ferguson, Gabe Ferguson, Redmond Gerard o.fl. ! Þá er bara að ýta á "play" og njóta í boði Burton !Burton - Resort [Snowboarding]

Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry
13.09.13                              27.09.13                             11.10.13                             25.10.13