Fréttir
MARMOT RIDES ICELAND 2013
Marmot var að senda frá sér flott myndband frá ferð þeirra til Íslands síðasta vor en þar var flakkað um með teymið sem skíðaði á nokkrum vel völdum stöðum og líka smá ísklifur með því ! Enn eitt myndbandið sem minnir okkur á hvurslags vetrarparadís við búum í og að við þurfum ekki endilega að leyta langt til að finna heimsklassa aðstæður !
ISDE 2013 - DAGUR 6
Sjötti og síðasti dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég yfir stöðuna svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 6 - Samantekt:
Lokadagurinn var gríðarlega spennandi en þar komu Bandríkjamenn gríðarlega sterkir inn í motocross sérleið dagsins en það var samt ekki nóg til að vinna upp forystu Frakkanna sem hafa verið gríðarlega sterkir frá upphafi og því ljóst að sigur þeirra væri í höfn enda þrír af frönsku ökumönnunum í topp fjórum í heildina og Antoine Meo þar í fararbroddi. En Bandaríkjamenn enduðu í öðru sæti og þar var það Taylor Robert í fararbroddi í 6. sæti í heildarkeppni ökumanna. Í þriðja sæti voru það svo Ítalir og þeirra maður Alex Salvini endaði í 12. sæti í heildarkeppni ökumanna.
Staðan í heildarkeppni milli landa endaði því svona: Frakkar 21h56'32'', Bandaríkjamenn +00h03'51'' og Ítalir +00h13'33''.
Alveg virkilega spennandi keppni sem boðið var uppá í ár og þrátt fyrir að Frakkar hafi sannað sig aftur þá var gaman sjá t.d. hve vel Bandaríkjamönnum gekk en þeir hafa ekki náð betri árangri frá því 1982, einnig gríðarlega gott gengi hjá Áströlum og þá sérstaklega Daniel Milner sem endaði annar í heildarkeppni ökumanna !
Ég vona að þið hafið haft gaman af þessum fréttaflutningi mínum af keppninni og þakka ykkur fyrir heimsóknirnar ;) !
ISDE 2013 - Dagur 6 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 6 - Myndband (FIM):
ISDE 2013 - DAGUR 5
Fimmti dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 5 - Samantekt:
Þá er lokahnykkurinn bara eftir þar sem fimmti dagurinn kláraðist í dag og því allir löngu endur dagarnir búnir og aðeins ein motocross sérleið eftir á morgun. Það er greinilegt að Frakkarnir mættu til leiks með öll sín tromp og hafa frá degi eitt verið í gríðarlega góðri stöðu. Antoine Meo leiðir ennþá heildarkeppni ökumanna en næstur eftir honum er ennþá Ítalinn Alex Salvini sem er búinn að koma gríðarlega sterkur til baka í dag og gær eftir slaka byrjun þriðji er svo eins og í gær Frakkinn Pierre Alexandre Renet.
Í heildarkeppninni milli landa eru Frakkar því ennþá í virkilega góðri stöðu og hafa jafnt og þétt aukið forystu sína yfir keppnina en næstir á eftir þeim eru enn Bandaríkjamenn +00h14'19" á eftir en svo eru það Ítalar sem hafa keyrt sig upp í þriðja sætið og eru aðeins +00h04'22" á eftir Bandaríkjamönnum.
Þrátt fyrir góða forystu Frakkanna verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig fer í motocross sérleiðinni á morgun en það getur
jú eins og alltaf, allt skeð !
ISDE 2013 - Dagur 5 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 5 - Myndband (FIM):
ISDE 2013 - DAGUR 4
Fjórði dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 4 - Samantekt:
Fjórði dagurinn búinn og margt sem gekk á í dag, Frakkinn Antoine Meo er heldur betur einbeittur og var gríðarlega stöðugur í dag á meðan Ástralinn Daniel Milner o.fl. áttu í meira basli, hinsvegar mætti Ítalinn Alex Salvini grjótharður til baka í dag eftir erfiða fyrstu dagana. Í heildarkeppni ökumanna er það Antoine Meo sem trjónir á toppnum en í öðru er það Alex Salvini eftir grjótharðann akstur í dag, þriðji er svo Frakkinn Pierre Alexandre Renet.
Í lok dags í heildarkeppninni milli landa eru það þá ennþá Frakkar sem halda áfram að auka forystu sína smám saman á undan Áströlum í öðru +00h11'05" á eftir og Bandaríkjamenn halda sér svo enn í þriðja sætinu aðeins +00h00'45" á eftir !
Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvað gerist á morgun en það er síðasti "langi" dagurinn, en svo er bara ein loka Motocross sérleið sjötta daginn !
ISDE 2013 - Dagur 4 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 4 - Myndband (FIM):
ISDE 2013 - DAGUR 3
Þriðji dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 3 - Samantekt:
Dagur þrjú var æsispennandi og greinilega alveg hörku barátta á milli Frakkans Antoine Meo sem vann 4 af 6 sérleiðum dagsins og svo Ástralans Daniel Milner sem vann hinar 2. Hinsvegar náði Daniel Milner forystunni aftur í heildarkeppni ökumanna með 83 sekúndubrota forskoti á undan Antoine Meo, landi hans Pierre Alexandre Renet er svo þriðji. Frakkar leiða keppnina milli landa ennþá með tímann 12h40'22", Bandaríkjamenn keyrðu sig upp í annað sætið +00h08'43" á eftir Frökkum og svo í þriðja eru Ástralir aðeins +00h00'18" (18 sekúndum) á eftir Bandaríkjamönnunum. Baráttan á toppnum er því alveg gríðarlega spennandi bæði í heildarkeppni ökumanna og milli landanna !
ISDE 2013 - Dagur 3 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 3 - Myndband (FIM):