Fréttir

RUFFRIDERS 9 - TRAILER

Svíarnir í Ruffriders eru að mæta helillir aftur með sína 9. mynd og ef marka má "trailer-inn" þá er sko ekkert gefið eftir og þetta verður klárlega mynd sem enginn sleðamaður ætti að láta framhjá sér fara ! Myndin á að koma út í haust, hef ekki fundið ákveðna dagsetningu en mun uppfæra þetta um leið og ég sé það !Ruffriders 9 Trailer


CHRIS AKRIGG - TRIAL TRAILS

Hrikalega töff video sem hjólamaðurinn Chris Akrigg var að senda frá sér þar sem hann sýnir ótrúlegar listir á "All Mountain" fjallahjóli og hoppar og hendir því til eins og ekkert sé... Hann segir sjálfur í lýsingu við myndbandið að hugmyndin hafi verið að fara út að hjóla án þess að láta nein hlið, girðingar eða annað hægja á sér og ég held bara að honum hafi tekist það þokkalega vel ! Sjón er sögu ríkari !Chris Akrigg - Trial Trails

BURTON - BACKCOUNTRY [SNOWBOARDING]

Burton var að senda frá sér fyrstu snjóbretta stuttmyndina í fjögurra þátta seríu sem kemur út hver á eftir annari á næstu vikum. Fyrsta myndin fjallar um brettamennsku í fjöllunum eða "Backcountry" eins og þeir kalla þetta í ameríkuhreppi. Þarna koma fyrir þeir Jussi Oksanen, Terje Haakonsen, Jeremy Jones, Nicolas Müller, Mikey Rencz og Mark Sollors, semsagt alger veisla ! Mæli með að þið komið ykkur vel fyrir og smellið á "play" og njótið næstu 20 mínútna !Burton - Backcountry Snowboarding

Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry Burton Presents Snowboarding - Backcountry
13.09.13                             27.09.13                             11.10.13                             25.10.13

RJ ANDERSON XP1K VIDEO

Í tilefni nýja Polaris RZR XP1000 bílsins ákváðu UTV Underground og Mad Media að slá saman og búa til það allra flottasta UTV video sem hefur sést hingað til ! Við gerð myndbandsins voru notaðir tveir sérsmíðaðir RZR bílar og ökumaðurinn RJ Anderson fenginn til að keyra kvikindin !

RJ Anderson XP1K VideoRJ Anderson XP1K VideoRJ Anderson XP1K Video

Þetta jaðrar við að vera eins og Gymkhana myndband frá Ken Block nema bara á RZR ! Sjón er sögu ríkari svo smellið á "play" og njótið...!

509 FILMS VOLUME 8 TEASER

Þeir hjá 509 ætla greinilega að halda sínu striki áfram en þeir hafa verið að færa sig virkilega uppá skaftið í snjósleða myndböndum sínum bæði hvað varðar myndatöku og svo líka bara aksjónið sjálft ! Nýja myndin þeirra er sú áttunda sem þeir gefa út og þeir eru komnir með svakalega flotta ökumenn í listann og ef marka má þennan "teaser" hér fyrir neðan verður þetta hörð samkeppni við nýju Slednecks myndina ! Myndin kemur út þann 26. ágúst og hægt að kaupa hana á www.ride509.com !509 Films Volume 8