Freestyle

DC SHOES: ROBBIE MADDISON'S AIR.CRAFT

DC sendi í gær frá sér þetta geðveika myndband með freestyle mótorhjólakappanum Robbie Maddison þar sem hann tryllir á hjólinu í flugvéla kirkjugarði ! Alveg klárlega flottasta FMX myndband sem hefur verið gert og við eigum eftir að sjá meira svona á næstunni frá DC eftir því sem þeir segja !DC SHOES: ROBBIE MADDISON'S AIR.CRAFT

BRETT CUE - ROAD 2 XGAMES

Brett Cue er 26 ára MX-ari frá Oklahoma í Bandaríkjunum og eftir fjölda áskorana ákvað hann að gera tilraun til að fá boð inná "Best Whip" keppnina á X-Games 2013.

Brett Cue - Road 2 Xgames

Brett hefur ekki gengið vel á MX ferli sínum, náði engum sérstökum árangri í öllum þeim Loretta Lynn keppnum sem hann hefur keppt í, komst ekki inn í AMA Motocross-ið þegar hann reyndi það 2010, en það er eitt sem þessi drengur getur gert og það er að skvetta halanum á hjólinu sínu !

Frá því að X-Games bætti "Best Whip" greininni við á leikunum fyrir nokkrum árum hefur fólk hvatt Brett til að reyna að komast inn í keppnina. Sjálfur hafði hann ekki mikla trú á því að hann væri samkeppnishæfur við gæja eins og Jeremy Stenberg o.fl. en uppá síðkastið hefur hann fært sig upp á skaftið og með stuðningi frá vinum ákvað hann loks að láta reyna á það hvort hann gæti fengið boð inn á leikana !

Brett hefur fengið hjálp frá ýmsum mönnum til að koma sér á framfæri og meðal þess eru FMX-arinn Derek Cook og enginn annar en "Cowboy" Kenny Bartram ! Meira að segja Jeremy Stenberg hefur fengið áhuga á þessari tilraun Brett's til að komast á X-Games og keppa við hann !

Brett og vinur hans sem stendur á bakvið Whiskey Throttle Productions kvikmyndagerðina hafa byrjað að senda út þætti á netinu til að fylgjast með gengi þessa langsótta draums Brett sem ég tel að gæti ekki verið svo langsóttur eftir allt ! Þáttur númer tvö kom út nú fyrir stuttu en ég mæli með að þið kíkið fyrst á þátt eitt ef þið hafið ekki séð hann til að fá alla söguna beint í æð !

Brett Cue - Road 2 Xgames - Episode 1

Brett Cue - Road 2 Xgames - Episode 2

 

Ég segi bara áfram Brett og vonandi fáum við að sjá þennan dreng skvetta halanum á X-Games næsta sumar !

Facebook síða Brett Cue

FYRSTA FRONTLFIP-IÐ Á SLEÐA Í NÓTT ?

Það verður hrikalega spennandi að fylgjast með Snowmobile Best Trick keppninni í nótt á Winter X Games 2012 en þar ætlar Slednecks ofurhuginn Heath Frisby að reyna við Frontflip ! Hérna fyrir neðan er video þar sem Heath Frisby er við æfingar, nú er bara að krossleggja fingur og vona að hann nái öllum snúningnum og lendi á skíðunum en ekki á hausnum, því eins og hann sagði sjálfur þá mun hann bara fá litabækur í jólagjöf ef það gerist... Nagli !

JIM MCNEIL TRIBUTE VIDEO

Margir tóku sennilega eftir því að í síðustu viku lést einn af heimsins fremstu Freestyle Motocross köppum, Jim McNeil aðeins 32 ára að aldri. Jim lést af áverkum eftir misheppnað æfingarstökk fyrir FMX sýningu á AAA Texas 500 keppninni. Jim keppti fimm sinnum á X Games, tók þátt í Nuclear Cowboys sýningunum ásamt Monsters of Dirt sýningunum.

Félagar Jim í Monsters of Dirt smelltu saman þessu myndbandi til minningar um fallinn félaga. RIP Jim McNeil !

TAKA TIME

Hérna er á ferðinni flott video frá etnies með Japanska Freestyle Motocross kvikindinu Taka Higashino að taka á því á æfingasvæði Metel Mulisha ! Þessi litli skratti er alveg magnaður  í loftinu !

Fleiri greinar...

  1. UNIT FMX PRO OPEN 2011