Fréttir

KLAUSTUR 2013 - SKRÁNING HEFST 1. MARS

Tekið af www.enduro-klaustur.is:Klaustur 2012

Jæja, nú þarf hver að fara setja í startholurnar, setja upp hanskana og pússa visakortið því nákvæmlega kl.20:00 að staðartíma þann 1. mars munum við opna fyrir skráningu fyrir hina margrómuðu og frægu Klausturskeppni. Skráningin fer fram á vef MSÍ, www.msisport.is, og til þess að geta skráð sig þarf viðkomandi að vera skráður í félagi eða klúbb eins og við köllum það svo gjarnan. Við munum setja á vefinn nákvæmar leiðbeiningar hvernig þetta fer fram og hægt verður skoða þær á undirsíðu merkt "Skráning". Fyrir þá sem eru vanir að skrá sig í motocross eða endurokeppnir, þá er þetta svipað fyrirkomulag. Fyrirkomulagið verður þannig að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR, en VÍK áskilur sér samt rétt til að færa til ef þurfa þykir og er það fyrst og fremst gert af öryggissjónarmiði.

Það þarf vart að taka fram að þessi keppni er ein sú allra skemmtilegasta sem áhangendur akstur torfæruhjóla geta tekið þátt í og skiptir þá engu hvort menn séu komnir aðeins á aldur eða eru nánast hvítvoðungar. Svæðið býður upp á fjölbreytt umhverfi og skiptist frá grasi í sand með smá klifri í litlum klettum. Öll aðstaða á svæðinu er til fyrirmyndar og hafa ábúendur staðið mjög myndarlega að allri uppbyggingu og bjóða nú meðal annars upp á gott tjaldsvæði inn á sjálfu svæðinu þar sem keppendur, aðrir aðstandendur og velunnarar geta komið sér fyrir með miklum ágætum.

Nú er það bara stóra spurningin, "ERT ÞÚ TILBÚIN/NN" ?

HLÍÐARFJALL 08.02.13

Ég greip GoPro kvikindið með mér í smá kvöldrennsli í fjallinu um daginn og úr varð eitt stykki svartHlíðarfjall 08.02.13vítt slow-motion video... Vona að þið fílið þetta !

PAPER SHREDDER

Stop-Motion snjóbretta video ? Jebb, hérna er hrikalega artý og hrikalega töff stop-motion snjóbretta video sem er alveg þess virði að kíkja á, mjög töff hugmynd og það má líka segja að pappírs-pési sé bara nokkuð góður á snjóbretti...Paper Shredder

P.S. Bræðurnir Paul og Stephen Gemignani gerðu myndina, fígúran er Paul sjálfur en Stephen myndaði hann að renna sér og síðan var Paul prentaður út og klipptur til fyrir myndina. Stofan heima hjá þeim varð svo að settinu fyrir myndina og það fóru 246 klukkutímar í að gera myndina ! Talandi um metnað !

SKRÁNINGU LÝKUR Í KVÖLD Í ÍSCROSS !

ATH. skráningarfrestur í 2. og 3. umferð í íscrossi á Mývatni um næstu helgi lýkur kl. 21:00 í kvöld og verður ekki framlengdur ! Allir að henda sér inn á www.msisport.is og taka þátt í ofur íscross helgi í Mývatnssveit !

Iscross 2013

KALDBAKUR 23.02.13

Við Guðni Rúnar skelltum okkur út á Grenivík seinnipartinn í dag og þar var Guðni búinn að plata pabba sinn og bróður til að skutla okkur upp á toppinn á Kaldbak á sleðum til að geta náð smá rennsli, það var alveg geðveikt veður og aðstæðurnar eins og draumur ! Við náðum flottri ferð niður hálft fjallið og náðum að plata eitt skutl í viðbót upp á topp og náðum þá alveg geggjaðri ferð alveg niður á veg ! Svo var kíkt í bústaðinn hjá foreldrum Guðna við Grenivík og tekinn pottur áður en við héldum aftur inn á eyrina ! Hér er smá brot af rennslinu !Kaldbakur 23.02.13