Brimbretti

JOHN JOHN FLORENCE - PERFECT 10

Surf keppnin Oakley Pro Bali fer fram þessa dagana og í Round 1 á þriðjudaginn var það John John Florence sem stal algjörlega senunni með hrikalegu "alley-oop" stökki sem tryggði honum fullkomna 10 fyrir !

ARCTIC SURF 2011

Töff video frá Ingó í Arctic Surfers með flottu íslensku surfi ! Mæli með að þið kíkið á arcticsurfers.is ef áramótaheitið ykkar var að prufa eitthvað nýtt ;) !

KELLY SLATER'S 11TH WORLD TITLE

Hrikalega flott video til heiðurs 11. ASP heimsmeistaratitli Kelly Slater í surfi ! Þessi maður er náttúrulega alveg fáránlegur !

GARRETT MCNAMARA - STÆRSTA ALDAN ?

Það er mikið umtal í fjölmiðlum þessa stundina um að þessi Portúgalska alda sem Garrett McNamara negldi nýverið sé sú stærsta sem nokkur hefur surf-að ! Það er jafnvel talað um að þetta verði skráð sem Guinness heimsmet. Þó það sé rosalega erfitt að meta hvort þessi alda sé "sú stærsta" þá er það allavega alveg klárt að þetta flykki er svakalegt ! Algjört "must-see" myndband, gæsahúð !

JACK ROBINSON - 13 ÁRA PRO SURFARI

Þessi ástralski drengur er algert bull, 13 ára og kominn á Pro samning hjá Quicksilver ! Menn tala um að hann sé sá besti 13 ára surfari sem hefur sést og það eru engar ýkjur miðað við video-in af honum ! Það er greinilegt að það eru ekki bara "Wannabe Kelly Slater's" þarna niðrí Ástralíu...

Jack Robinson Pro SurferJack Robinson Pro SurferJack Robinson Pro Surfer