Fréttir

SLEÐASTÖKK Í HLÍÐARFJALLI 20.04.13

Hráar klippur frá geggjuðu "kvöld-stökk-session-i" í Hlíðarfjalli ! Tekið með GoPro Hero 3, unnið í Premiere Pro CS6.

SNJÓFLÓÐ 101

Nú er allt á kafi í snjó hérna fyrir norðan og í takt við það er snjóflóðahætta alltaf til staðar. Bara í dag eru fallin tvö stór snjóflóð í Hlíðarfjalli sem ég sé hérna beint út um gluggann við þessi skrif. Mér datt því í hug að deila með ykkur þessum þremur blöðungum frá BCA sem ég er búinn að eiga plastaða heima lengi og er gott að líta á til að skerpa aðeins á aðferðunum við að nota þessi tæki sem við eigum jú öll að vera með á okkur þegar við erum úti að leika í snjónum, ýlir, stöng og skófla !

Endilega rennið yfir þessi atriði og förum svo og njótum veðurblíðunnar í hvítagullinu um helgina ;) !

BCA - Beacon Search 101BCA - Probing 101BCA - Shoveling 101

Smellið á myndirnar til að stækka !

AK PARK 25.03.13.

Pepp fyrir AK Extreme 2013 ! Henti saman smá klippu til að sýna "park-inn" í Hlíðarfjalli og hvað hann er geðveikur ! Tónlist: Major Lazer - Original Don, fæst á iTunes ! Tekið með Canon 7D og GoPro Hero 3, unnið í Premiere Pro CS6.AK PARK 25.03.13.

HLÍÐARFJALL 24.03.13

Geggjaður sólskins bongó blíðu dagur í Hlíðarfjalli í geggjuðu færi og með góðum hóp ! Tónlist: Ninja Man - Ninja Mi Ninja, fæst á Soundcloud ! Tekið með GoPro Hero 3, unnið í Premiere Pro CS6.Hlíðarfjall 24.03.13

UPPLÝSINGAR FYRIR ÍSCROSS Á MÝVATNI

Eins og flestum mun ljóst er afar dræm þátttaka í Íslandsmeistaramótinu í Íscrossi um næstu helgi, þrátt fyrir að aðstæður séu með allra besta móti. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og MSÍ hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að keyra ekki tímatökur í mótinu, þar sem keppnisgjöld standa ekki undir kostnaði. Keppnisfyrirkomulagið verður því með sama sniði og á Akureyri í 1. umferðinni, en haldið verður utanum stigagjöf til Íslandsmeistara. Í þessu ljósi hefur Akstursíþróttafélagið tekið ákvörðun um að keyra báðar umferðirnar á laugardag, samkvæmt meðfylgjandi tímaplani.

Kveðja úr Mývatnssveit,

Stefán Gunnarsson

Mývatn 27.02.13Íscross 2013 - 2. & 3. umferð -  Dagskrá