X-Games

WINTER X GAMES 2012 - DAY 4

Fjórði og síðasti dagurinn á Winter X Games 2012 fór fram í gær/nótt og þvílíka veislan sem boðið var uppá ! Keppt var til úrslita í Men's & Women's Skier X, Mono Skier X, Snowmobile Best Trick og Men's Snowboard SuperPipe. Í Men's & Women's Skier X voru það Chris del Bosco og Marte Gjefsen sem sigruðu eftir harða baráttu. Í Mono Skier X var það Samson Danniels sem sigraði. Næst var svo komið að stóru stundinni, Snowmobile Best Trick þar sem allra augu voru á Heath Frisby sem kom sá og sigraði með fyrsta "frontflip-inu" í sögunni, alveg ótrúlegt að sjá þetta, tókst hrikalega vel og gæsahúð, hopp, öskur og læti sem fylgdu ! Í síðustu grein WXG 2012, Men's Snowboard SuperPipe var svo komið að Shaun White að reyna við sinn fimmta sigur í röð í greininni og þrátt fyrir góða baráttu frá Iouri Podladtchikov þá átti hann ekkert í rokkstjörnuna Shaun White sem var þegar búinn að sigra fyrir síðasta run-ið en setti samt allt í þetta og náði fullkomnum 100 stigum bara til að nudda sigrinum í andlitið á hinum keppendunum !

 Winter X Games 2012 - Day 4Winter X Games 2012 - Day 4Winter X Games 2012 - Day 4

Myndir frá Xgames.com

Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum, video af sigurvegurum dagsins og svo "rollout" video sem sýnir allt það besta úr veislunni !

Winter X Games 2012 - Highlights Day 4

Winter X Games 2012 - Men's Skier X - Gold - Chris del Bosco

Winter X Games 2012 - Women's Skier X - Gold - Marte Gjefsen

Winter X Games 2012 - Mono Skier X - Gold - Samson Danniels

Winter X Games 2012 - Snowmobile Best Trick - Gold - Heath Frisby

Winter X Games 2012 - Men's Snowboard SuperPipe - Gold - Shaun White

Winter X Games 2012 - Rollout

Enn einir Winter X Games komnir í bækurnar og þvílík veisla sem þetta er alltaf ! Fullt af nýju rugli sem við sáum og klárt að þessir leikar halda áfram sinni stöðu í heimi jaðaríþrótta ! Takk fyrir að fylgjast með hérna á síðunni, vona að ykkur hafi líkað umfjöllunin !

WINTER X GAMES 2012 - DAY 3

Þriðji dagurinn á Winter X Games 2012 fór fram í gær/nótt og núna fóru fram úrslit í Real Snow, Women's Ski SuperPipe, Men's Ski SuperPipe, Men's & Women's Snowboarder X, Men's Snowboard Slopestyle og Ski Big Air. Í Real Snow var það Dan Brisse sem átti flottasta video partinn að mati dómaranna, en í netkosningunni um "Fan Favorite" var það Louis-Felix Paradis sem rétt hafði Halldór Helgason með rétt um 30 atkvæðum. Í Women's Ski SuperPipe var það Roz Groenewoud sem sigraði. Í Men's Ski SuperPipe var það David Wise sem sigraði og setti stopp við sigurgöngu Kevin Rolland. Í Men's & Women's Snowboarder X voru það Nate Holland og Dominique Maltais sem sigruðu. Í Men's Snowboard Slopestyle var það enn og aftur Mark McMorris sem sigraði sitt annað gull á jafnmörgum dögum. Síðast en ekki síst í Ski Big Air var það hinn eini sanni Bobby Brown sem kom sá og sigraði !

 Winter X Games 2012 - Day 3Winter X Games 2012 - Day 3Winter X Games 2012 - Day 3

Myndir frá Xgames.com

Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum og svo video af sigurvegurum dagsins !

Winter X Games 2012 - Highlights Day 3

Winter X Games 2012 - Real Snow - Gold - Dan Brisse

Winter X Games 2012 - Real Snow - Fan Favorite - Louis-Felix Paradis

Winter X Games 2012 - Women's Ski SuperPipe - Gold - Roz Groenewoud

Winter X Games 2012 - Men's Ski SuperPipe - Gold - David Wise

Winter X Games 2012 - Men's Snowboarder X - Gold - Nate Holland

Winter X Games 2012 - Women's Snowboarder X - Gold - Dominique Maltais

Winter X Games 2012 - Men's Snowboard Slopestyle - Gold - Mark McMorris

Winter X Games 2012 - Ski Big Air - Gold - Bobby Brown

Í dag og nótt fara svo fram úrslit í Men's & Women's Skier X, Mono Skier X, Snowmobile Best Trick og Men's Snowboard SuperPipe svo það er nóg af fjöri framundan !

WINTER X GAMES 2012 - DAY 2

Annar dagurinn á Winter X Games 2012 fór fram í gær/nótt og þar fóru fram úrslit í Women's Snowboard Slopestyle, Snowboard Big Air og Women's Snowboard SuperPipe. Í Women's Snowboard Slopestyle var það Jamie Anderson sem sigraði örugglega. Í Snowboard Big Air var hrikaleg veisla í gangi en þar endaði hinn ungi Mark McMorris sem sigurvegari eftir að hafa lent ótrúlega flottu "backside triple cork 1440". Í Women's Snowboard SuperPipe var það svo Kelly Clark sem vann sitt fjórða gull í greininni.

Virkilega flott kvöld á WXG 2012 þrátt fyrir að Halldór Helga hafi ekki náð inn í úrslit í Snowboard Big Air, vantaði svo lítið uppá að hann næði að lenda stökkinu sínu sem hefði tryggt honum sæti og menn tala um jafnvel sigur !

 Winter X Games 2012 - Day 2Winter X Games 2012 - Day 2Winter X Games 2012 - Day 2

Myndir frá Xgames.com

Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum og svo video af sigurvegurum dagsins !

Winter X Games 2012 - Highlights Day 2

Winter X Games 2012 - Women's Snowboard Slopestyle - Gold - Jamie Anderson

Winter X Games 2012 - Snowboard Big Air - Gold - Mark McMorris

Winter X Games 2012 - Women's Snowboard SuperPipe - Gold - Kelly Clark

Í dag og nótt fara svo fram úrslit í Women's Ski SuperPipe, Real Snow, Men's Ski SuperPipe, Men's & Women's Snowboarder X, Men's Snowboard Slopestyle og síðast en ekki síst Ski Big Air, svo það er nóg af fjöri framundan !

WINTER X GAMES 2012 - DAY 1

Fyrsti dagurinn á Winter X Games 2012 er yfirstaðinn og það var ekki amaleg dagskrá til að starta veislunni, úrslit í Women's Ski Slopestyle, Snowboard Street, Snowmobile Freestyle og Men's Ski Slopestyle ! Í Women's Ski Slopestyle var það Kaya Turski sem vann sitt þriðja gull í röð með rosalega flottu run-i. Í Snowboard Street var hörð barátta en á endanum var það Forest Bailey sem sigraði. Snowmobile Freestyle var svakalega spennandi og eftir að hafa krassað svakalega í undanhítinu sínu var það Colton Moore sem kom sá og sigraði með þvílíkt flottu run-i sem tryggði honum sitt fyrsta gull. Í Men's Ski Slopestyle var alveg ótrúleg barátta og allt leit út fyrir að hinn 17 ára Nick Goepper myndi sigra á sínum fyrstu Winter X Games, en í síðustu umferðinni náði Tom Wallisch alveg hrikalegu run-i sem tryggði honum hæsta skor sem sést hefur í Men's Ski Slopestyle og með því sigraði hann örugglega.

 Winter X Games 2012 - Day 1Winter X Games 2012 - Day 1Winter X Games 2012 - Day 1

Myndir frá Xgames.com

Í dagskránni í kvöld var líka virkilega flott athöfn til minningar freestyle skíðakonunnar Sarah Burke sem lést nýverið eftir hræðilegt krass við æfingar í "halfpipe". Sarah var margfaldur Winter X Games sigurvegari og mikill brautryðjandi í "freeski" heimi kvenna. RIP Sarah Burke !

Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum, video af sigurvegurum dagsins og svo video til heiðurs Sarah Burke !

Winter X Games 2012 - Highlights Day 1

Winter X Games 2012 - Women's Ski Slopestyle - Gold - Kaya Turski

Winter X Games 2012 - Snowboard Street - Gold - Forest Bailey

Winter X Games 2012 - Snowmobile Freestyle - Gold - Colton Moore

Winter X Games 2012 - Men's Ski Slopestyle - Gold - Tom Wallisch

Winter X Games 2012 - Sarah Burke Tribute

WINTER X GAMES 2012 - LIVE

Stundin er að renna upp ! Winter X Games 2012 byrja í dag og hrikalega veisla framundan yfir helgina ! Ég væri svo til í að vera þarna úti aftur eins og í fyrra en þetta er náttúrulega alveg geggjaður viðburður.

Hérna tók ég saman keppnisdagskránna yfir helgina og bendi ég ykkur öllum á ESPN Player til að fylgjast með allri veislunni, kostar skitnar 500 krónur og þá geturðu séð allt dæmið í fullum gæðum (gafst upp á að elta streymi á netinu sem voru alltaf dettandi út og vesen), það er meira að segja hægt að horfa á "replay" af atburðum sem eru búnir !

ESPN Player

ESPN Player

Hérna er eitt netstreymi sem ég fann loks á ESPN, en flestir viðburðirnir eru sýndir þar, ESPN Live Stream !

Winter X Games 2012 - Dagskrá (íslenskur tími)

Fimmtudagur:
17:30 - Men's Ski Slopestyle Elimination
20:30 - Women's Ski Slopestyle Final
21:30 - Snowboard Street Elimination
02:00 - Snowmobile Freestyle Final
02:45 - Men's Ski Slopestyle Final 

Föstudagur:
17:30 - Men's Snowboard Slopestyle Elim
20:30 - Women's Snowboard Slopestyle Final
01:30 - Men's Ski SuperPipe Elimination
03:30 - Snowboard Big Air Final
03:45 - Women's Snowboard SuperPipe Final

Laugardagur:
18:00 - Women's Ski SuperPipe Final
19:00 - Real Snow
19:30 - Men's Ski SuperPipe Final
21:00 - Men's & Women's Snowboarder X Final
21:15 - Men's Snowboard Slopestyle Elimination
00:00 - Mono Skier X Elimination XGames.com
02:00 - Men's Snowboard Slopestyle Final
02:30 - Ski Big Air Final

Sunnudagur:
19:00 - Men's & Women's Skier X Final
19:15 - Women's Snowboard Slopestyle Final
19:15 - Men's Snowboard SuperPipe Elimination
21:45 - Mono Skier X Final
22:15 - Snowboard Street Final
02:00 - Snowmobile Best Trick Final
02:45 - Men's Snowboard SuperPipe Final