Annað
SNJÓFLÓÐ 101
Nú er allt á kafi í snjó hérna fyrir norðan og í takt við það er snjóflóðahætta alltaf til staðar. Bara í dag eru fallin tvö stór snjóflóð í Hlíðarfjalli sem ég sé hérna beint út um gluggann við þessi skrif. Mér datt því í hug að deila með ykkur þessum þremur blöðungum frá BCA sem ég er búinn að eiga plastaða heima lengi og er gott að líta á til að skerpa aðeins á aðferðunum við að nota þessi tæki sem við eigum jú öll að vera með á okkur þegar við erum úti að leika í snjónum, ýlir, stöng og skófla !
Endilega rennið yfir þessi atriði og förum svo og njótum veðurblíðunnar í hvítagullinu um helgina ;) !
Smellið á myndirnar til að stækka !
STYRKUR Í NAFNI ARNARS FREYS
Tekið af www.brettafelag.is:
Einsog margir vita héldum við uppboð á síðasta Jibb'n Skate í nafni Arnars félaga okkar og jaðarsports snillings sem lést fyrir aldurfram. Arnar hefði orðið 30 þann 10. desember næstkomandi og höfum við af því tilefni ákveð að veita styrk í hans nafni til ungs og efnilegs jaðarsports iðkanda.
Við höfum opnað fyrir umsóknir en þær má senda á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. það sem þarf að koma fram í umsókninni er:
Nafn:
Kt:
Sími:
Email:
Forráðamaður sími og tengsl forráðamans:
50 orð um þig:
50 Orð um hvað þú myndir nýta styrkinn í:
Drekkur?
Reykir?
Video:
Síðan verður video-ið ásamt smá samantekt, nafn og fl. birt á hér og á facebook síðu BFÍ. Dómnefnd skipuð fjölskyldu Arnars og fleiri góðum aðilum velur svo þann sem hlýtur styrkinn en hann verður afhentur 10. des næstkomandi.
Aldurstakmark er 18 ára og yngri !
Styrkurinn hljómar nú upp á 100.000kr í peningum, fatnaður frá SLARK og við þenna styrk gæti bæst og því til mikils að vinna. BFÍ hvetur þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni að hafa samband við Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það..
Nú þegar hefur BRIM bæst í hópinn og ætlar að gefa þeim heppna einhverjar skemmtilegar vörur.
Þess má geta að minningartónleikar um Arnar verða haldnir 7. des og nánar auglýstir fljótlega.
BRP DAGAR Á HÓTEL REYNIHLÍÐ UM HELGINA
Í tilefni Mývatnsmótsins 2012 sem fer fram um helgina í sveitinni ætlar Hótel Reynihlíð að vera með BRP daga yfir helgina þar sem er sértilboð á gistingu og fæði 9.900 kr á mann á dag , á laugardagskvöldinu, frá kl 18.00 verður efnt til BRP partís í Gamla Bistro, þar verður á borðum steikartilboð og meðlæti og eftirréttur fyrir kr 3.900 á mann. Þessi veisla er innifalin fyrir þá sem gista á hótelinu. Á sunnudeginum verður ferð í leiðsögn heimamanna um nærliggjandi fjöll og við hjá Ellingsen verðum þar með sleða og hjól til prufu.
Pantanir í síma 464-4170 eða á netfangið Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.
MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - DAGSKRÁ
Um helgina fer fram hið margrómaða Mývatnsmót sem allir vita að er ein stærsta mótorsportveisla ársins. Það er þétt pökkuð dagskrá fyrir vélsleðamenn og hjólamenn alveg frá föstudegi fram á sunnudag. Svo nú þýðir ekkert annað en að loka augunum þegar þið dælið á bílinn og bruna svo skælbrosandi í sveitina og njóta helgarinnar í brjáluðu stuði ! Hér fyrir neðan er dagskráin !
Mývatnsmótið 2012 - Dagskrá:
Föstudagur 16/3:
14:00 Samhliðabraut við Kröflu (mæting keppenda kl 13:00)
16:00 Fjallaklifur við Kröflu (mæting keppenda kl 15:00)
18:00 Snjóspyrna við Kröflu (mæting keppenda kl 17:00)
21:00 Verðlaunaafhending í Sel-Hótel Mývatn
Laugardagur 17/3:
09:00 Ískross á Stakhólstjörn (mæting keppenda kl 08:00)
14:00 SnoCrossCountry við flugvöll (mæting keppenda kl 13:00)
Sunnudagur 18/3:
10:00 Ískross á Álftabáruvogi (mæting keppenda kl 09:00)
Skráning í samhliðabraut, fjallaklifur og snjóspyrnu er á staðnum og kostar kr 5.000 í eina keppnisgrein, kr 8.000 í tvær keppnisgreinar og kr 10.000 ef keppt er í öllum þremur keppnisgreinum.
Skráning í SnoCrossCountry er á vefnum www.motocross.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.
Skráning í Ískross er á vefnum www.msisport.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.
Nánari upplýsingar veitir Stefán í 895-4411 eða Kristján í 856-1160.
Fleiri greinar...
- MSÍ KEPPNISDAGATAL 2012
- KEN ROCZEN OG DANNY HART FLOTTIR
- ÉLJAGANGUR 2012 - FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
- RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011
- NITRO CIRCUS 3D - TRAILER
- RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - FYRSTA SAMHLIÐA STÖKKIÐ
- RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - GRÆJURNAR
- RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - 1ST
- ICEHOBBY - NÝ SALA TÆKJA
- CALEB MOORE POLARIS RZR BACKFLIP