Annað

SNJÓFLÓÐ 101

Nú er allt á kafi í snjó hérna fyrir norðan og í takt við það er snjóflóðahætta alltaf til staðar. Bara í dag eru fallin tvö stór snjóflóð í Hlíðarfjalli sem ég sé hérna beint út um gluggann við þessi skrif. Mér datt því í hug að deila með ykkur þessum þremur blöðungum frá BCA sem ég er búinn að eiga plastaða heima lengi og er gott að líta á til að skerpa aðeins á aðferðunum við að nota þessi tæki sem við eigum jú öll að vera með á okkur þegar við erum úti að leika í snjónum, ýlir, stöng og skófla !

Endilega rennið yfir þessi atriði og förum svo og njótum veðurblíðunnar í hvítagullinu um helgina ;) !

BCA - Beacon Search 101BCA - Probing 101BCA - Shoveling 101

Smellið á myndirnar til að stækka !

STYRKUR Í NAFNI ARNARS FREYS

Arnar SlarkTekið af www.brettafelag.is:

Einsog margir vita héldum við uppboð á síðasta Jibb'n Skate í nafni Arnars félaga okkar og jaðarsports snillings sem lést fyrir aldurfram. Arnar hefði orðið 30 þann 10. desember næstkomandi og höfum við af því tilefni ákveð að veita styrk í hans nafni til ungs og efnilegs jaðarsports iðkanda.

Við höfum opnað fyrir umsóknir en þær má senda á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. það sem þarf að koma fram í umsókninni er:

Nafn:
Kt:
Sími:
Email:
Forráðamaður sími og tengsl forráðamans:
50 orð um þig:
50 Orð um hvað þú myndir nýta styrkinn í:
Drekkur?
Reykir?
Video:

Síðan verður video-ið ásamt smá samantekt, nafn og fl. birt á hér og á facebook síðu BFÍ. Dómnefnd skipuð fjölskyldu Arnars og fleiri góðum aðilum velur svo þann sem hlýtur styrkinn en hann verður afhentur 10. des næstkomandi.

Aldurstakmark er 18 ára og yngri !

Styrkurinn hljómar nú upp á 100.000kr í peningum, fatnaður frá SLARK og við þenna styrk gæti bæst og því til mikils að vinna. BFÍ hvetur þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni að hafa samband við Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það..

Nú þegar hefur BRIM bæst í hópinn og ætlar að gefa þeim heppna einhverjar skemmtilegar vörur.

Þess má geta að minningartónleikar um Arnar verða haldnir 7. des og nánar auglýstir fljótlega.

ELLINGSEN ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI FLYTUR

Ellingsen þjónustuverkstæði flytur að Fiskislóð 1

BRP DAGAR Á HÓTEL REYNIHLÍÐ UM HELGINA

Í tilefni Mývatnsmótsins 2012 sem fer fram um helgina í sveitinni ætlar Hótel Reynihlíð að vera með BRP daga yfir helgina þar sem er sértilboð á gistingu og fæði 9.900 kr á mann á dag , á  laugardagskvöldinu, frá kl 18.00 verður efnt til BRP partís í Gamla Bistro, þar verður á borðum steikartilboð og meðlæti og eftirréttur fyrir kr 3.900 á mann. Þessi veisla er innifalin fyrir þá sem gista á hótelinu. Á sunnudeginum verður ferð í leiðsögn heimamanna um nærliggjandi fjöll og við hjá Ellingsen verðum þar með sleða og hjól til prufu.

Pantanir í síma 464-4170 eða á netfangið Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.

Hótel ReynihlíðEllingsen

MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - DAGSKRÁ

Um helgina fer fram hið margrómaða Mývatnsmót sem allir vita að er ein stærsta mótorsportveisla ársins. Það er þétt pökkuð dagskrá fyrir vélsleðamenn og hjólamenn alveg frá föstudegi fram á sunnudag. Svo nú þýðir ekkert annað en að loka augunum þegar þið dælið á bílinn og bruna svo skælbrosandi í sveitina og njóta helgarinnar í brjáluðu stuði ! Hér fyrir neðan er dagskráin !

Mývatnsmótið 2012 - DagskráMývatnsmótið 2012 - Dagskrá

Mývatnsmótið 2012 - Dagskrá:

Föstudagur 16/3:

14:00 Samhliðabraut við Kröflu (mæting keppenda kl 13:00)

16:00 Fjallaklifur við Kröflu (mæting keppenda kl 15:00)

18:00 Snjóspyrna við Kröflu (mæting keppenda kl 17:00)

21:00 Verðlaunaafhending í Sel-Hótel Mývatn

Laugardagur 17/3:

09:00 Ískross á Stakhólstjörn (mæting keppenda kl 08:00)

14:00 SnoCrossCountry við flugvöll (mæting keppenda kl 13:00)

Sunnudagur 18/3:

10:00 Ískross á Álftabáruvogi (mæting keppenda kl 09:00)

 

Skráning í samhliðabraut, fjallaklifur og snjóspyrnu er á staðnum og kostar kr 5.000 í eina keppnisgrein, kr 8.000 í tvær keppnisgreinar og kr 10.000 ef keppt er í öllum þremur keppnisgreinum.

Skráning í SnoCrossCountry er á vefnum www.motocross.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.

Skráning í Ískross er á vefnum www.msisport.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.

Nánari upplýsingar veitir Stefán í 895-4411 eða Kristján í 856-1160.