ISDE 2013 - DAGUR 1

Eins og allir gallharðir endurokappar eiga að vita fór ISDE 2013 eða Six Days af stað í gær á Ítölsku eyjunni Sardiníu. Það er náttúrulega alveg synd og skömm að maður sé ekki á staðnum að leggja af stað og koma sér úr 12 dögum uppí 18, en það er því miður alveg djöfullegt fyrir veskið að gera þetta allt á eigin vegum... En hvað um það við fylgjumst samt með herlegheitunum því þessi keppni er alveg einstök og ótrúlega skemmtilegt form sem sýnir og sannar hverjir eru hörðustu enduromenn heims !

ISDE 2013 - Dagur 1 - Samantekt:

ISDE 2013 - Day 1

Fyrsti dagurinn byrjaði með ræsingu Frakkans Jeremy Joly og Frakkarnir héldu uppteknum hætti frá því í fyrra og enduðu daginn á toppnum ! Það var að miklu leyti Antoine Meo sem tryggði Frökkum þessa stöðu eftir daginn en hann var með besta tíma á sérleið 4 og 5. Í öðru sæti eftir daginn eru Bandaríkjamenn og þar er það Taylor Robert sem er að keyra gríðarlega vel og var með besta tíma á síðustu sérleið dagsins. Í þriðja sæti eru Ástralir og þar er það Daniel Milner sem fer fyrir flokknum og er meira að segja fremstur í heildarkeppni ökumanna ! Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta þróast næstu daga !

ISDE 2013 - Dagur 1 - Myndband (Digital Offroad):

ISDE 2013 - Dagur 1 - Myndband (FIM):