Freestyle
JUSTIN HOYER ÚTSKÝRIR KLIKKIÐ SITT Á X
Hér er flott video með "freestyle" snjósleðakappanum Justin Hoyer þar sem hann fer yfir það hvað klikkaði hjá sér þegar hann reyndi við "double backflip" eða tvöfalda bakfallslykkju á Winter X Games 2012 nú fyrir stuttu. Vantaði svo lítið uppá...
LEVI LAVALLEE OG DANIEL BODIN MEIDDIR
Í gær bárust fréttir á netið að liðsfélagarnir Levi LaVallee og Daniel Bodin væru báðir slasaðir eftir sitthvort atvikið á æfingum fyrir Winter X Games 2012. Levi braut víst vinstri sköflunginn og Daniel Bodin brákaði hryggjalið en slapp við alvarleg meiðsli og hefur fulla hreyfigetu. Báðir reikna með því að ná sér að fullu en vegna meiðslanna verða þeir báðir frá keppni á Winter X Games í ár. Frekar ömurlegar fréttir þar sem þessir tveir eru einar stærstu stjörnurnar til að fylgjast með í snjósleðagreinunum þar !
Hér er það sem Levi hafði að segja um málið:
“I’m super bummed about Daniel and I getting hurt,” said LaVallee. “I was riding on a high after my record distance jump on New Year’s Eve and was pumped for Winter X. And Daniel was working hard to defend his gold medals from last year. I love our sport but it can be cruel sometimes. We will both be back as soon as possible and want to thank our sponsors for their support during this time.” - www.teamlavallee.com
LEVI LAVALLEE HJÁ JAY LENO
Snjósleða ofurhuginn Levi LaVallee mætti á dögunum í spjallþáttinn hjá Jay Leno til að ræða við hann um stökkið sitt um áramótin með Robbie Maddison. Virkilega töff viðtal og Levi tekur smá stönt á sleðanum fyrir utan stúdíóið ! Illa flottur !
RED BULL FUEL AND FURY 2011 - VIDEO
Hér er eina sæmilega myndbandið sem ég hef fundið af Red Bull Fuel and Fury 2011 sem fór fram í Chicago um síðustu helgi ! Svíinn Daniel Bodin er seigur, spurning hvort einhver eigi roð í hann á X-Games í Janúar ? Moore bræðurnir voru reyndar ekki að keppa þarna og spurning hvaða vitleysu þeir mæta með... En hvað um það, sturluð keppni !
RED BULL FUEL AND FURY 2011
Um helgina fór fram Red Bull Fuel and Fury snjósleða freestyle keppnin í fyrsta skiptið frá árinu 2006. Það var enginn annar en Levi LaVallee sem kom þessu á kollinn og var kynnir keppninnar sem var haldin við Wrigley Field í Chicago fyrir framan rúmlega 5000 áhorfendur. Öll helstu nöfnin voru mætt til leiks, Daniel Bodin, Heath Frisby, Eric St. John, Cory Davis, Jeff Mullin, Fred Rasmussen, Jimmy Fejas og Ted Culbertson.
Keppendurnir drógu fram öll sín bestu "trick" en það var svíinn Daniel Bodin sem tryggði sigurinn með "Shaolin Backflip-i" og er það í fyrsta sinn sem þessu "trick-i" er lent í freestyle keppni á sleða. Bodin var gríðarlega ánægður eftir sigurinn og sagði þetta bara efla vilja sinn enn meira til að mæta sterkari til leiks í vetur. Í öðru sæti endaði Heath Frisby og í þriðja endaði gamla goðið Jimmy "Blaze" Fejes.