Bílar

GYMKHANA SIX | GOPRO EDITION

Nokkuð er síðan Ken Block sendi frá sér Gymkhana 6 myndbandið þar sem hann tætir í gegnum svakalega þrautabraut á yfirgegnum flugvelli á Ford Fiesta rallýbíl sínum. Í dag var svo sleppt á netið útgáfu þar sem aðeins er notað myndefni úr ógrynni af GoPro vélum sem voru festar um allt til að mynda tryllinginn, er ekki frá því að þetta sé jafnvel flottara myndband en það upprunalega...Gymkhana Six - GoPro Edition

GYMKHANA SIX

Já þið lásuð rétt, Gymkhana 6 er komið á netið með meistara Ken Block þar sem hann býr til hina fullkomnu Gymkhana braut með allskyns skrauti ! Óþarfi að hafa fleiri orð um þetta, bara hækkaðu hljóðið, settu í HD, fullscreen og ýttu á play...Gymkhana Six

RJ ANDERSON XP1K VIDEO

Í tilefni nýja Polaris RZR XP1000 bílsins ákváðu UTV Underground og Mad Media að slá saman og búa til það allra flottasta UTV video sem hefur sést hingað til ! Við gerð myndbandsins voru notaðir tveir sérsmíðaðir RZR bílar og ökumaðurinn RJ Anderson fenginn til að keyra kvikindin !

RJ Anderson XP1K VideoRJ Anderson XP1K VideoRJ Anderson XP1K Video

Þetta jaðrar við að vera eins og Gymkhana myndband frá Ken Block nema bara á RZR ! Sjón er sögu ríkari svo smellið á "play" og njótið...!

GUERLAIN CHICHERIT - MINI BACKFLIP

Franski ökuþórinn Guerlain Chicherit gerði sér lítið fyrir núna um helgina og lenti í fyrsta skiptið í sögunni "backflip" á bíl, en það gerði hann á sérsmíðuðum Mini svipaður og þeim sem hann keppti á í Dakar rally keppninni.

Guerlain Chicherit - Mini BackflipGuerlain Chicherit - Mini BackflipGuerlain Chicherit - Mini Backflip

Atriðið fór fram í skíðabænum Tignes í Frakklandi og var lendingin gerð úr snjó. Frakkinn keyrði að sérsmíðuðum rampinum á nákvæmlega 37 km hraða og lenti fullkomlega. Seinna um kvöldið gerði hann þetta svo aftur og þá fyrir framan þúsundir áhorfenda sem fylgdust með !

ROB DYRDEK - CHEVY SONIC KICKFLIP

Nýjasta uppátækið hjá hjólabrettagoðinu og allsherjar skemmtikraftinum Rob Dyrdek fór fram fyrir stuttu en þar ákvað hann að hjálpa til við að auglýsa nýja bílinn frá Chevrolet, Chevy Sonic og tók sig til og "Kickflip-aði" bílnum með sérstökum römpum yfir heimsins stærsta hjólabretti sem hann á sjálfur ! Býsna töff...