ISDE 2013 - DAGUR 6
Sjötti og síðasti dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég yfir stöðuna svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 6 - Samantekt:
Lokadagurinn var gríðarlega spennandi en þar komu Bandríkjamenn gríðarlega sterkir inn í motocross sérleið dagsins en það var samt ekki nóg til að vinna upp forystu Frakkanna sem hafa verið gríðarlega sterkir frá upphafi og því ljóst að sigur þeirra væri í höfn enda þrír af frönsku ökumönnunum í topp fjórum í heildina og Antoine Meo þar í fararbroddi. En Bandaríkjamenn enduðu í öðru sæti og þar var það Taylor Robert í fararbroddi í 6. sæti í heildarkeppni ökumanna. Í þriðja sæti voru það svo Ítalir og þeirra maður Alex Salvini endaði í 12. sæti í heildarkeppni ökumanna.
Staðan í heildarkeppni milli landa endaði því svona: Frakkar 21h56'32'', Bandaríkjamenn +00h03'51'' og Ítalir +00h13'33''.
Alveg virkilega spennandi keppni sem boðið var uppá í ár og þrátt fyrir að Frakkar hafi sannað sig aftur þá var gaman sjá t.d. hve vel Bandaríkjamönnum gekk en þeir hafa ekki náð betri árangri frá því 1982, einnig gríðarlega gott gengi hjá Áströlum og þá sérstaklega Daniel Milner sem endaði annar í heildarkeppni ökumanna !
Ég vona að þið hafið haft gaman af þessum fréttaflutningi mínum af keppninni og þakka ykkur fyrir heimsóknirnar ;) !
ISDE 2013 - Dagur 6 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 6 - Myndband (FIM):