ISDE 2013 - DAGUR 5
Fimmti dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 5 - Samantekt:
Þá er lokahnykkurinn bara eftir þar sem fimmti dagurinn kláraðist í dag og því allir löngu endur dagarnir búnir og aðeins ein motocross sérleið eftir á morgun. Það er greinilegt að Frakkarnir mættu til leiks með öll sín tromp og hafa frá degi eitt verið í gríðarlega góðri stöðu. Antoine Meo leiðir ennþá heildarkeppni ökumanna en næstur eftir honum er ennþá Ítalinn Alex Salvini sem er búinn að koma gríðarlega sterkur til baka í dag og gær eftir slaka byrjun þriðji er svo eins og í gær Frakkinn Pierre Alexandre Renet.
Í heildarkeppninni milli landa eru Frakkar því ennþá í virkilega góðri stöðu og hafa jafnt og þétt aukið forystu sína yfir keppnina en næstir á eftir þeim eru enn Bandaríkjamenn +00h14'19" á eftir en svo eru það Ítalar sem hafa keyrt sig upp í þriðja sætið og eru aðeins +00h04'22" á eftir Bandaríkjamönnum.
Þrátt fyrir góða forystu Frakkanna verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig fer í motocross sérleiðinni á morgun en það getur
jú eins og alltaf, allt skeð !
ISDE 2013 - Dagur 5 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 5 - Myndband (FIM):