Fréttir
GUERLAIN CHICHERIT - MINI BACKFLIP
Franski ökuþórinn Guerlain Chicherit gerði sér lítið fyrir núna um helgina og lenti í fyrsta skiptið í sögunni "backflip" á bíl, en það gerði hann á sérsmíðuðum Mini svipaður og þeim sem hann keppti á í Dakar rally keppninni.
Atriðið fór fram í skíðabænum Tignes í Frakklandi og var lendingin gerð úr snjó. Frakkinn keyrði að sérsmíðuðum rampinum á nákvæmlega 37 km hraða og lenti fullkomlega. Seinna um kvöldið gerði hann þetta svo aftur og þá fyrir framan þúsundir áhorfenda sem fylgdust með !
ÉLJAGANGS SNJÓSLEÐASPYRNAN 2013
Eins og flestir vita fer vetrarhátíðin Éljagangur fram á Akureyri um helgina og eins og síðustu ár mun KKA standa fyrir snjósleðaspyrnu og fer hún fram í Hlíðarfjalli á föstudagskvöldinu. Fjörið mun hefjast klukkan 20:00 og það verður opið fyrir veitingar í Skíðastöðum á meðan dagskráin stendur yfir.
Öflugustu sleðarnir + allar sleðahetjurnar = brjáluð tilþrif !
Fyrir þá sem vilja vera með í spyrnunni þá er þeim bent á að mæta klukkutíma fyrr og skrá sig á staðnum, 3000 kr. í peningum (enginn posi) og málið er dautt ! Mæta tímanlega ! Keppt verður eftirfarandi flokkum, gamlir, 800 undir - Pípur og svoleiðis leyft (ekki túrbo), 800 yfir - Allt leyft turbo og margt fleira.
Fleiri greinar...
- DC SHOES: ROBBIE MADDISON'S AIR.CRAFT
- SKRÁNING FRAMLENGD FYRIR ÍSKROSS
- SLEÐAKYNNING ELLINGSEN Á AK UM HELGINA
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 5/6 - CANTERBURY - LIVE
- TAYLOR ROBERT'S SEGMENT IN MOTO 4
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK
- A SKIER'S SEARCH FOR MEANING
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE
- BRETT CUE - ROAD 2 XGAMES
- SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 3