Fréttir

ÍSCROSS VEISLA Á MÝVATNI 2. OG 3. MARS !

Íscross Mývatn 2013

Svo nú þýðir ekkert annað en að smella sér í Mývatnssveitina og taka þátt í öllu fjörinu !

AREA 33 FEATURING TAYLOR ROBERT

Flott video af bandaríska enduro kappanum Taylor Robert þar sem hann sýnir okkur smá trial takta á enduro hjólinu sínu í eyðibæ einhversstaðar í henni ameríku !Area 33 featuring Taylor Robert

208 PRODUCTIONS - MATT ENTZ TEASER

Eitt stykki vígalegur "teaser" frá Phil Yribar í 208 Productions af Matt Entz á hrikalegum púðurdegi þar sem hann sendir það svakalega ! Hrikaleg "drop" og hyldýpi af púðri getur ekki klikkað !208 Productions - Matt Entz Teaser

GUERLAIN CHICHERIT - MINI BACKFLIP

Franski ökuþórinn Guerlain Chicherit gerði sér lítið fyrir núna um helgina og lenti í fyrsta skiptið í sögunni "backflip" á bíl, en það gerði hann á sérsmíðuðum Mini svipaður og þeim sem hann keppti á í Dakar rally keppninni.

Guerlain Chicherit - Mini BackflipGuerlain Chicherit - Mini BackflipGuerlain Chicherit - Mini Backflip

Atriðið fór fram í skíðabænum Tignes í Frakklandi og var lendingin gerð úr snjó. Frakkinn keyrði að sérsmíðuðum rampinum á nákvæmlega 37 km hraða og lenti fullkomlega. Seinna um kvöldið gerði hann þetta svo aftur og þá fyrir framan þúsundir áhorfenda sem fylgdust með !

ÉLJAGANGS SNJÓSLEÐASPYRNAN 2013

Eins og flestir vita fer vetrarhátíðin Éljagangur fram á Akureyri um helgina og eins og síðustu ár mun KKA standa fyrir snjósleðaspyrnu og fer hún fram í Hlíðarfjalli á föstudagskvöldinu. Fjörið mun hefjast klukkan 20:00 og það verður opið fyrir veitingar í Skíðastöðum á meðan dagskráin stendur yfir.


Öflugustu sleðarnir + allar sleðahetjurnar = brjáluð tilþrif !

Éljagangur 2013

Fyrir þá sem vilja vera með í spyrnunni þá er þeim bent á að mæta klukkutíma fyrr og skrá sig á staðnum, 3000 kr. í peningum (enginn posi) og málið er dautt ! Mæta tímanlega ! Keppt verður eftirfarandi flokkum, gamlir, 800 undir - Pípur og svoleiðis leyft (ekki túrbo), 800 yfir - Allt leyft turbo og margt fleira.