KALDBAKUR 23.02.13

Við Guðni Rúnar skelltum okkur út á Grenivík seinnipartinn í dag og þar var Guðni búinn að plata pabba sinn og bróður til að skutla okkur upp á toppinn á Kaldbak á sleðum til að geta náð smá rennsli, það var alveg geðveikt veður og aðstæðurnar eins og draumur ! Við náðum flottri ferð niður hálft fjallið og náðum að plata eitt skutl í viðbót upp á topp og náðum þá alveg geggjaðri ferð alveg niður á veg ! Svo var kíkt í bústaðinn hjá foreldrum Guðna við Grenivík og tekinn pottur áður en við héldum aftur inn á eyrina ! Hér er smá brot af rennslinu !Kaldbakur 23.02.13