Fréttir

ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK

Um síðustu helgi fór fram önnu keppnishelgin í ISOC Snocrossinu á tímabilinu 2012/2013 og og nú var keppt á Blackjack skíðasvæðinu hjá Bessemer, Michigan. Þessa helgina var keppt bæði föstudag og laugardag og brautin þessa helgina leit virkilega vel út, löng og teknísk !

ISOC Snocross 2012/2013 - Round 3/4 - BlackjackISOC Snocross 2012/2013 - Round 3/4 - BlackjackISOC Snocross 2012/2013 - Round 3/4 - Blackjack

Myndir frá ISOC

Pro Open - Round 1 - Final: í fyrra úrslitahíti helgarinnar á föstudagskvöldinu var það Robbie Malinoski sem tók holuskotið og en strax á hring 3 var það Tucker Hibbert sem tók forystuna, leit aldrei til baka og sigraði með 23 sekúndum. Robbie Malinoski hélt öðru sætinu en í þriðja sæti endaði ungliðinn Darrin Mees sem lenti í niggi við Ross Martin í hítinu og varð til þess að Ross Martin endaði utan brautar.

Pro Open - Round 2 - Final: Í seinni umferð helgarinnar á laugardeginum var það Darrin Mees sem tók holuskotið en hann hélt forystunni ekki lengi þar sem Tucker Hibbert hirti hana strax út úr fyrstu beygju og eftir það var sagan öll. Darrin Mees hélt öðru sætinu lengi vel en á síðustu hringjunum náðu þeir Ross Martin og Tim Tremblay framúr honum. Þeir tveir börðust til enda en Ross Martin hafði betur. Tucker Hibbert sigraði því með rúmu 15 sekúndna forskoti, Ross Martin í öðru og Tim Tremblay í þriðja.

Greinilegt að Tucker Hibbert er mættur í baráttuna í ISOC Snocrossinu 2012/2013, næsta keppni fer svo fram á Canterbury leikvanginum í Shakopee, Minnesota þann 4-5. janúar !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Blackjack !

Lesa meira...

A SKIER'S SEARCH FOR MEANING

Alveg sjúklega töff video sem allavega ég fékk bara fiðring við að horfa á, hittir svo beint í mark að lýsa ánægju tilfinningunni sem fylgir því að renna sér og hvað við fáum útúr því ! Mæli með að þið smellið á þetta og athugið hvort þið fáið líka fiðringinn !A Skier's Search of Meaning

ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE

Um helgina fer fram önnur keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012/2013 og nú verður keppt á Blackjack skíðasvæðinu hjá Bessemer, Michigan. Þessa helgina er keppt bæði föstudag og laugardag og brautin þessa helgina lítur virkilega vel út, löng og teknísk. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE

ISOC Snocross 2013 - Round 3/4 -  Blackjack - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
22:00 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:35 - Pro Open - Round 2
00:55 - Pro Lite #1 - LCQ
01:20 - Pro Open - LCQ
01:35 - Pro Lite #1 - Final
01:55 - Pro Open - Final

Laugardagur:
21:20 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:25 - Pro Open - Round 2
00:45 - Pro Lite #1 - LCQ
01:15 - Pro Open - LCQ
01:50 - Pro Lite #1 - Final
02:10 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

BRETT CUE - ROAD 2 XGAMES

Brett Cue er 26 ára MX-ari frá Oklahoma í Bandaríkjunum og eftir fjölda áskorana ákvað hann að gera tilraun til að fá boð inná "Best Whip" keppnina á X-Games 2013.

Brett Cue - Road 2 Xgames

Brett hefur ekki gengið vel á MX ferli sínum, náði engum sérstökum árangri í öllum þeim Loretta Lynn keppnum sem hann hefur keppt í, komst ekki inn í AMA Motocross-ið þegar hann reyndi það 2010, en það er eitt sem þessi drengur getur gert og það er að skvetta halanum á hjólinu sínu !

Frá því að X-Games bætti "Best Whip" greininni við á leikunum fyrir nokkrum árum hefur fólk hvatt Brett til að reyna að komast inn í keppnina. Sjálfur hafði hann ekki mikla trú á því að hann væri samkeppnishæfur við gæja eins og Jeremy Stenberg o.fl. en uppá síðkastið hefur hann fært sig upp á skaftið og með stuðningi frá vinum ákvað hann loks að láta reyna á það hvort hann gæti fengið boð inn á leikana !

Brett hefur fengið hjálp frá ýmsum mönnum til að koma sér á framfæri og meðal þess eru FMX-arinn Derek Cook og enginn annar en "Cowboy" Kenny Bartram ! Meira að segja Jeremy Stenberg hefur fengið áhuga á þessari tilraun Brett's til að komast á X-Games og keppa við hann !

Brett og vinur hans sem stendur á bakvið Whiskey Throttle Productions kvikmyndagerðina hafa byrjað að senda út þætti á netinu til að fylgjast með gengi þessa langsótta draums Brett sem ég tel að gæti ekki verið svo langsóttur eftir allt ! Þáttur númer tvö kom út nú fyrir stuttu en ég mæli með að þið kíkið fyrst á þátt eitt ef þið hafið ekki séð hann til að fá alla söguna beint í æð !

Brett Cue - Road 2 Xgames - Episode 1

Brett Cue - Road 2 Xgames - Episode 2

 

Ég segi bara áfram Brett og vonandi fáum við að sjá þennan dreng skvetta halanum á X-Games næsta sumar !

Facebook síða Brett Cue

SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 3

Sledhead 24/7 krúið er mætt með þátt númer þrjú á þessu tímabili ! Í þessum þætti er kíkt á breytingarnar á síðasta áratug hjá Arctic Cat, kíkt á vörur frá SLP, kíkt á nýjar vörur hjá Speedwerx og svo er kíkt á heimsmeistaramótið í fjallaklifri í Jackson Hole !Sleadhead 24/7 - 2012/2013 - Episode 3

Sledhead 24/7 - 2012/2013 - Episode 3

Sledhead 24/7 - 2012/2013 - Fyrri þættir:

 SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 2

SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 1