GUERLAIN CHICHERIT - MINI BACKFLIP
Franski ökuþórinn Guerlain Chicherit gerði sér lítið fyrir núna um helgina og lenti í fyrsta skiptið í sögunni "backflip" á bíl, en það gerði hann á sérsmíðuðum Mini svipaður og þeim sem hann keppti á í Dakar rally keppninni.
Atriðið fór fram í skíðabænum Tignes í Frakklandi og var lendingin gerð úr snjó. Frakkinn keyrði að sérsmíðuðum rampinum á nákvæmlega 37 km hraða og lenti fullkomlega. Seinna um kvöldið gerði hann þetta svo aftur og þá fyrir framan þúsundir áhorfenda sem fylgdust með !