EX 2012 - ROUND 8 - LAS VEGAS - LIVE

Lokaumferðin í AMA Endurocross-inu í USA fer fram í kvöld í Las Vegas og í fyrsta skiptið verður bein útsending frá keppninni á netinu ! Ofur Pólverjinn Tadeusz "Taddy" Blazusiak er nánast með titilinn í hendi sér en hann vantar aðeins 3 stig fyrir þessa keppni til að innsigla sigur á tímabilinu. Taddy hefur unnið sex af sjö keppnum á tímabilinu og er með 189 stig, næstur á eftir honum er Bandaríkjamaðurinn Taylor Robert með 132 stig. Taylor var einmitt í Bandaríska Six Days liðinu í ár ! Auk Expert flokksins fer fram lokaumferðin á fyrsta tímibilinu fyrir kvennaflokk en þar er það Maria Forsberg sem hefur örugga yfirhönd fyrir kvöldið. Maria var hrikalega öflug á GNCC tímabilinu í sumar þar sem hún sigraði allar umferðirnar og tryggði sér titilinn þegar heilar fjórar umferðir voru ennþá eftir !

Í kvöld verður semsagt sýnt frá Expert flokknum, kvennaflokknum, Open Amateur flokki, Vet 35+ flokki, TrialsCross flokki og að lokum verður svokallað Baja Designs Night race þar sem slökkt er á ljósunum í höllinni og keppendur nota ljósin á hjólunum eða hjálmaljós til að rata brautina !

Það verður því örugglega ekki leiðinlegt að fylgjast með þessari veislu sem hefst klukkan 04:00 í nótt á íslenskum tíma !

EnduroCross 2012 - Round 8 - Las Vegas - Live

Smellið á myndina til að fara á beinu útsendinguna á www.endurocross.com/live