Fréttir

AMA SX 2013 - TRAILER

Nú styttist óðum í það sem við bíðum öll spennt eftir í hvers árs, nýtt Supercross tímabil ! Spennan stigmagnast eftir því sem Anaheim 1 færist nær og öll stóru nöfnin eru á fullu að æfa og reyna að gera sig klára fyrir stóru stundina ! Svo stóra spurningin er bara, hver verður það í ár ? Mætir James Stewart helillur á Súkkunni ? Heldur Ryan Dungey áfram að sigra allt fyrir KTM ? Mun Ryan Villopoto mæta sterkur inn eftir fráveruna ? Eða einhver annar ? Kíkið á "trailer-inn" hér fyrir neðan til að kynda enn meira undir spennunni og svo höldum við bara áfram að telja niður dagana, 5. janúar er stóri dagurinn !AMA SX 2013

2013 KYNNING HJÁ ELLINGSEN

Boðskort Ellingsen - 2013 Sleðakynning

ICELAND | A SKIER'S JOURNEY

"A Skier's Journey" er sería af netþáttum þar sem ferðast er um heiminn og skíðamenningin skoðuð á ólíkum stöðum. Núna í vikunni kom út nýjasti þátturinn frá þeim og þar var ferðast til Íslands og Vestfirðir skoðaðir með allri sinni náttúru og sögu. Virkilega flottur þáttur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ef þið hafið áhuga þá setti ég tengla á fyrri þætti í þessari seríu en þar er farið til Japan og Dubai.Iceland | A Skier's Journey

Dubai | A Skier's Journey

Japan | A Skier's Journey

STYRKUR Í NAFNI ARNARS FREYS

Arnar SlarkTekið af www.brettafelag.is:

Einsog margir vita héldum við uppboð á síðasta Jibb'n Skate í nafni Arnars félaga okkar og jaðarsports snillings sem lést fyrir aldurfram. Arnar hefði orðið 30 þann 10. desember næstkomandi og höfum við af því tilefni ákveð að veita styrk í hans nafni til ungs og efnilegs jaðarsports iðkanda.

Við höfum opnað fyrir umsóknir en þær má senda á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. það sem þarf að koma fram í umsókninni er:

Nafn:
Kt:
Sími:
Email:
Forráðamaður sími og tengsl forráðamans:
50 orð um þig:
50 Orð um hvað þú myndir nýta styrkinn í:
Drekkur?
Reykir?
Video:

Síðan verður video-ið ásamt smá samantekt, nafn og fl. birt á hér og á facebook síðu BFÍ. Dómnefnd skipuð fjölskyldu Arnars og fleiri góðum aðilum velur svo þann sem hlýtur styrkinn en hann verður afhentur 10. des næstkomandi.

Aldurstakmark er 18 ára og yngri !

Styrkurinn hljómar nú upp á 100.000kr í peningum, fatnaður frá SLARK og við þenna styrk gæti bæst og því til mikils að vinna. BFÍ hvetur þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni að hafa samband við Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það..

Nú þegar hefur BRIM bæst í hópinn og ætlar að gefa þeim heppna einhverjar skemmtilegar vörur.

Þess má geta að minningartónleikar um Arnar verða haldnir 7. des og nánar auglýstir fljótlega.

SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 2

Sledhead 24/7 krúið er mætt með þátt númer tvö á þessu tímabili ! Í þessum þætti er kíkt á nýja Polaris PRO RMK sleðann og allar breytingarnar á honum fyrir 2013, Bullydog "moddar" Duramax bílinn þeirra, nýjar vörur skoðaðar frá Speedwerx og Pro Arctic Cat Hillcross keppendur sýna okkur af hverju þeir keyra á grænu !Sledhead 24/7

Sledhead 24/7 - 2012/2013 - Episode 2

Sledhead 24/7 - 2012/2013 - Fyrri þættir:

SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 1