STYRKUR Í NAFNI ARNARS FREYS

Arnar SlarkTekið af www.brettafelag.is:

Einsog margir vita héldum við uppboð á síðasta Jibb'n Skate í nafni Arnars félaga okkar og jaðarsports snillings sem lést fyrir aldurfram. Arnar hefði orðið 30 þann 10. desember næstkomandi og höfum við af því tilefni ákveð að veita styrk í hans nafni til ungs og efnilegs jaðarsports iðkanda.

Við höfum opnað fyrir umsóknir en þær má senda á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. það sem þarf að koma fram í umsókninni er:

Nafn:
Kt:
Sími:
Email:
Forráðamaður sími og tengsl forráðamans:
50 orð um þig:
50 Orð um hvað þú myndir nýta styrkinn í:
Drekkur?
Reykir?
Video:

Síðan verður video-ið ásamt smá samantekt, nafn og fl. birt á hér og á facebook síðu BFÍ. Dómnefnd skipuð fjölskyldu Arnars og fleiri góðum aðilum velur svo þann sem hlýtur styrkinn en hann verður afhentur 10. des næstkomandi.

Aldurstakmark er 18 ára og yngri !

Styrkurinn hljómar nú upp á 100.000kr í peningum, fatnaður frá SLARK og við þenna styrk gæti bæst og því til mikils að vinna. BFÍ hvetur þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni að hafa samband við Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það..

Nú þegar hefur BRIM bæst í hópinn og ætlar að gefa þeim heppna einhverjar skemmtilegar vörur.

Þess má geta að minningartónleikar um Arnar verða haldnir 7. des og nánar auglýstir fljótlega.