Fréttir
SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 1
Þetta fór alveg framhjá mér en Sledhead 24/7 krúið er mætt enn og aftur með allt það nýjasta í sleðaheiminum ! Í þessum fyrsta þætti á tímabilinu er kíkt á Water X, Haydays, nýji Polaris Indy 600 skoðaður og kíkt á nokkra Ski-Doo sleða hjá Togwotee Mountain Lodge !
Sledhead 24/7 - 2012/2013 - Episode 1
ISOC SNOX 2013 - ROUND 1/2 - DULUTH
Um helgina fór fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu á tímabilinu 2012/2013 og eins og venjulega byrjaði ballið í Duluth, Minnesota. Á föstudeginum fór fram í annað sinn Amsoil Dominator en þar keppta menn 2 saman í útsláttarkeppni þar til einn sigurvegari stendur eftir, það var Ross Martin á Polaris sem sigraði þessa keppni í annað sinn eftir gríðarlega spennandi baráttu í undanrásunum. Á laugardeginum var svo komið að fyrstu umferði í ISOC Snocrossinu og á sunnudeginum fór fram önnur umferð. Brautin í Duluth að þessu sinni var mjög stutt vegna snjóleysis, aðeins 24 sekúndur, en hún grófst alveg svakalega og reyndi vel á ökumenn !
Myndir frá ISOC
Pro Open - Round 1 - Final: Þegar kom að úrslita hítinu á laugardeginum í fyrstu umferðinni í ISOC Snocrossinu þetta tímabilið var það enginn annar en Robbie Malinoski sem tók holuskotið með stæl með Ross Martin á eftir sér. Ross Martin keyrði hrikalega og á þriðja hring náði hann forystunni af Malonoski sem fylgdi honum þó fast á eftir. Á eftir þeim tveimur voru það Tim Tremblay og Tucker Hibbert sem börðust um þriðja sætið, eftir því sem leið á hítið færðust þeir nær topp baráttunni en á 19. hring krassaði Hibbert og datt aftur í 5. sæti. Á síðasta beina kaflanum á síðasta hring lenti Ross Martin svo í því að sleðinn hans dó nánast og Robbie Malinoski sem var rétt á eftir honum nýtti sér það og sprengdi framúr honum yfir endalínuna með sigurinn, Ross Martin náði þó að druslast yfir endalínuna í öðru á undan Tim Tremblay í þriðja, Cody Thomsen náði svo að halda fjórða sætinu á undan Tucker Hibbert í fimmta.
Pro Open - Round 2 - Final: Á sunnudeginum var það svo aftur Robbie Malinoski sem náði hrikalegu holuskoti og í þetta sinn leit hann aldrei til baka og keyrði örugglega til sigurs. Baráttan var hinsvegar í fullum gangi á eftir honum en restin af topp ökumönnunum voru í miklu basli, að lokum náði Tim Tremblay að berjast upp í annað sætið á undan Darrin Mees sem náði sínum fyrsta verðlaunapalli í Pro Open flokki með þriðja sætinu, Ross Martin þurfti að láta sér nægja fjórða sætið og Tucker Hibbert endaði í fimmta eftir mjög erfitt hít fyrir hann. Verðlaunapallurinn var því í höndum Scheuring Speed Sports liðsins sem Malinoski, Tremblay og Mees keyra fyrir og allir á Ski Doo !
Hrikalega spennandi byrjun á ISOC Snocrossinu 2012/2013, næsta keppni fer svo fram í Blackjack, Michigan þann 7-8. desember !
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Duluth !
ISOC SNOX 2013 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE
Um helgina fer fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012/2013 og eins og alltaf fer keppnin fram í Duluth, Minnesota. Þessa helgina er keppt bæði laugardag og sunnudag. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !
ISOC Snocross 2013 - Round 1/2 - Duluth - Dagskrá (íslenskur tími):
Laugardagur:
21:15 - Pro Lite #1 - Round 1
23:20 - Pro Open - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:25 - Pro Open - Round 2
00:45 - Pro Lite #1 - LCQ
01:15 - Pro Open - LCQ
01:30 - Pro Lite #1 - Final
01:50 - Pro Open - Final
Sunnudagur:
16:35 - Pro Lite #1 - Round 1
18:20 - Pro Open - Round 1
18:40 - Pro Lite #1 - Round 2
19:25 - Pro Open - Round 2
19:45 - Pro Lite #1 - LCQ
20:15 - Pro Open - LCQ
20:30 - Pro Lite #1 - Final
20:50 - Pro Open - Final
Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !
EX 2012 - ROUND 8 - LAS VEGAS - LIVE
Lokaumferðin í AMA Endurocross-inu í USA fer fram í kvöld í Las Vegas og í fyrsta skiptið verður bein útsending frá keppninni á netinu ! Ofur Pólverjinn Tadeusz "Taddy" Blazusiak er nánast með titilinn í hendi sér en hann vantar aðeins 3 stig fyrir þessa keppni til að innsigla sigur á tímabilinu. Taddy hefur unnið sex af sjö keppnum á tímabilinu og er með 189 stig, næstur á eftir honum er Bandaríkjamaðurinn Taylor Robert með 132 stig. Taylor var einmitt í Bandaríska Six Days liðinu í ár ! Auk Expert flokksins fer fram lokaumferðin á fyrsta tímibilinu fyrir kvennaflokk en þar er það Maria Forsberg sem hefur örugga yfirhönd fyrir kvöldið. Maria var hrikalega öflug á GNCC tímabilinu í sumar þar sem hún sigraði allar umferðirnar og tryggði sér titilinn þegar heilar fjórar umferðir voru ennþá eftir !
Í kvöld verður semsagt sýnt frá Expert flokknum, kvennaflokknum, Open Amateur flokki, Vet 35+ flokki, TrialsCross flokki og að lokum verður svokallað Baja Designs Night race þar sem slökkt er á ljósunum í höllinni og keppendur nota ljósin á hjólunum eða hjálmaljós til að rata brautina !
Það verður því örugglega ekki leiðinlegt að fylgjast með þessari veislu sem hefst klukkan 04:00 í nótt á íslenskum tíma !
Smellið á myndina til að fara á beinu útsendinguna á www.endurocross.com/live