ISOC SNOX 2013 - ROUND 1/2 - DULUTH

Um helgina fór fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu á tímabilinu 2012/2013 og eins og venjulega byrjaði ballið í Duluth, Minnesota. Á föstudeginum fór fram í annað sinn Amsoil Dominator en þar keppta menn 2 saman í útsláttarkeppni þar til einn sigurvegari stendur eftir, það var Ross Martin á Polaris sem sigraði þessa keppni í annað sinn eftir gríðarlega spennandi baráttu í undanrásunum. Á laugardeginum var svo komið að fyrstu umferði í ISOC Snocrossinu og á sunnudeginum fór fram önnur umferð. Brautin í Duluth að þessu sinni var mjög stutt vegna snjóleysis, aðeins 24 sekúndur, en hún grófst alveg svakalega og reyndi vel á ökumenn !

ISOC Snocross 2012/2013 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 2012/2013 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 2012/2013 - Round 1/2 - Duluth

Myndir frá ISOC

Pro Open - Round 1 - Final: Þegar kom að úrslita hítinu á laugardeginum í fyrstu umferðinni í ISOC Snocrossinu þetta tímabilið var það enginn annar en Robbie Malinoski sem tók holuskotið með stæl með Ross Martin á eftir sér. Ross Martin keyrði hrikalega og á þriðja hring náði hann forystunni af Malonoski sem fylgdi honum þó fast á eftir. Á eftir þeim tveimur voru það Tim Tremblay og Tucker Hibbert sem börðust um þriðja sætið, eftir því sem leið á hítið færðust þeir nær topp baráttunni en á 19. hring krassaði Hibbert og datt aftur í 5. sæti. Á síðasta beina kaflanum á síðasta hring lenti Ross Martin svo í því að sleðinn hans dó nánast og Robbie Malinoski sem var rétt á eftir honum nýtti sér það og sprengdi framúr honum yfir endalínuna með sigurinn, Ross Martin náði þó að druslast yfir endalínuna í öðru á undan Tim Tremblay í þriðja, Cody Thomsen náði svo að halda fjórða sætinu á undan Tucker Hibbert í fimmta.

Pro Open - Round 2 - Final: Á sunnudeginum var það svo aftur Robbie Malinoski sem náði hrikalegu holuskoti og í þetta sinn leit hann aldrei til baka og keyrði örugglega til sigurs. Baráttan var hinsvegar í fullum gangi á eftir honum en restin af topp ökumönnunum voru í miklu basli, að lokum náði Tim Tremblay að berjast upp í annað sætið á undan Darrin Mees sem náði sínum fyrsta verðlaunapalli í Pro Open flokki með þriðja sætinu, Ross Martin þurfti að láta sér nægja fjórða sætið og Tucker Hibbert endaði í fimmta eftir mjög erfitt hít fyrir hann. Verðlaunapallurinn var því í höndum Scheuring Speed Sports liðsins sem Malinoski, Tremblay og Mees keyra fyrir og allir á Ski Doo !

Hrikalega spennandi byrjun á ISOC Snocrossinu 2012/2013, næsta keppni fer svo fram í Blackjack, Michigan þann 7-8. desember !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Duluth !


ISOC Snocross 2012/2013 - Round 1 - Duluth - Pro Open

Pos. Name
Team
Bib Sled
City, State
1 Robbie Malinoski
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
2 Ross Martin
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
3 Tim Tremblay
Amsoil/Air Force/Makita
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
4 Cody Thomsen
Arctic Cat
62 Arctic Cat
Nisswa, MN
5 Tucker Hibbert
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
6 Kody Kamm
Hentges Racing
53 Polaris
Kenosha, WI
7 Logan Christian
Christian Brothers Racing
43 Arctic Cat
Fertile, MN
8 Darrin Mees
Scheuring Speedsports
9 Ski-Doo
Stanchfield, MN
9 Adam Renheim
Warnert Race Team
311 Ski-Doo
Lima,
10 Petter Narsa
Team Jimmy John's/Ski-doo/BossRacing
271 Ski-Doo
Moskosel,

ISOC Snocross 2012/2013 - Round 2 - Duluth - Pro Open

Pos. Name
Team
Bib Sled
City, State
1 Robbie Malinoski
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
2 Tim Tremblay
Amsoil/Air Force/Makita
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
3 Darrin Mees
Scheuring Speedsports
9 Ski-Doo
Stanchfield, MN
4 Ross Martin
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
5 Tucker Hibbert
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
6 Emil Ohman
Warnert Racing
27 Ski-Doo
Pitea, Norrbotten
7 Justin Broberg
Hentges Racing
168 Polaris
Waukesha, WI
8 Iain Hayden
Rockstar Energy Polaris
93 Polaris
Chatsworth, Ontario
9 Dave Allard
Dave Allard
167 Ski-Doo
St. Felcien, Quebec
10 Logan Christian
Christian Brothers Racing
43 Arctic Cat
Fertile, MN

ISOC Snocross 2012/2013 - Points - Pro Open

Pos. Name Pts. Team Bib Sled City, State
1 Robbie Malinoski 89
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
2 Tim Tremblay 75
Amsoil/Air Force/Makita
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
3 Ross Martin 71
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
4 Tucker Hibbert 68
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
5 Darrin Mees 64
Scheuring Speedsports
9 Ski-Doo
Stanchfield, MN
6 Justin Broberg 55
Hentges Racing
168 Polaris
Waukesha, WI
7 Logan Christian 55
Christian Brothers Racing
43 Arctic Cat
Fertile, MN
8 Cody Thomsen 55
Arctic Cat
62 Arctic Cat
Nisswa, MN
9 Zach Pattyn 43
Stud Boy Racing
99 Ski-Doo
Ravenna, MI
10 Adam Renheim 41
Warnert Race Team
311 Ski-Doo
Lima,

Nánari úrslit má finna á síðu ISOC