2013 SNOCROSS SLEÐARNIR

Nú er búið að kynna 2013 árgerðirnar af snocross sleðunum í USA og ég ákvað að taka saman smá um nýju sleðana sem lúkka heldur betur girnilegir. Ég bætti svo við evrópska frændanum frá Lynx sem er heldur ekki af verri endanum í ár !

Ski-Doo

Ski-Doo MXZ X RS 600Ski-Doo MXZ X RS 600Ski-Doo MXZ X RS 600

Ski-Doo MXZ X RS 600 - Helstu nýjungar: Nýjir stimplar og sílindrar með nýju inntaki, mótorinn á að gefa meiri endahraða og meira tog í störtum og út úr beygjum, nýtt pústkerfi, nýjir a-armar, spindlar og stýrisendar sem eiga að gera sleðann stöðugri og snarpari í beygjum, nýjar stillingar á dempurum og nýr gormur á fremri búkkademparanum, búið að styrkja sleðann í kringum framfjöðrun og einnig píramídann um stýrið.

Polaris

Polaris IQ R 600Polaris IQ R 600Polaris IQ R 600

Polaris IQ R 600 - Helstu nýjungar: Nýtt hedd og sílindrar sem eiga að gefa meiri kraft, nýjir Walker Evans demparar, nýtt belti sem er 15" breytt, DP bremsuklossar og lægra stýri sem á að gefa betri höndlun í beygjum.

Arctic Cat

Arctic Cat Sno Pro 600Arctic Cat Sno Pro 600Arctic Cat Sno Pro 600

Arctic Cat Sno Pro 600 - Helstu nýjungar: Búið að breyta afstöðu á búkka sem eykur hæð undir sleðann, ný uppsetning á búkka á að gefa betri stjórn á sleðanum, búið að styrkja búkkann og einnig sterkari skúffa, ný uppsetning á framfjöðrun og stýrisbúnaði sem gefur betri höndlun og krappari beygjuradíus, uppfært drifkerfi sem á að vera sterkara og einnig uppfærðar bremsur, nýjir blöndungar.

Lynx

Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600

Lynx Rave RS 600 - Helstu nýjungar: Kraftmeiri mótor með nýju inntaki, nýtt pústkerfi, nýtt harðara belti, nýtt drifhlutfall, sterkari demparafestingar að framan og búið að styrkja píramídann um stýrið, boðið uppá "mod kit" bæði með tvöfaldri eða einfaldri pípu.

Hrikalega girnilegar græjur sem þetta eru og greinilegt að gott getur ennþá batnað ! Þá er það bara stóra spurningin, ef þið væruð á leiðinni út í snocross braut, hvaða tæki mynduð þið velja ?