Fréttir
WORLD RECORD BACKFLIP & FREESTYLE
Þann 12. mars 2011 tók Dane Ferguson sig til og lenti 104 feta "backflip-i" á sleða og setti nýtt heimsmet ! Hér er flott video frá stökkinu og allskyns "freestyle" geggjun frá viðburðinum sem var í tengslum við "World Snowmobile Expo-ið" !
NATE TYLER - INNERSECTION
Eitt gott surf myndband í tilefni dagsins, geðveikt aksjón með Nate Tyler í "oldschool" stíl ! Alveg vangefin stökk hjá þessum gæja !
JAMIE PIERRE - SKIING CLIFF JUMP
Þetta video er alveg einum of töff ! Free-skíðarinn Jamie Pierre tekur á því með ekki eina heldur fimm GoPro vélar á hinum ýmsu stöðum ! Djöfull væri gaman að eiga nokkrar vélar til að geta gert svona klippu !!!
SLEÐAFLEYTING LUNGA 2010
Enn meira af gömlum góðum klippum sem flæða úr smiðjunni ! Ég henti þessu saman í dag frá "stunt-inu" hans Gumma Skúla á Lunga síðasta sumar þegar hann tók gamla Switchback-inn hans Einars Roth og sýndi honum hvernig ætti að sigla ! Byrjaði vel allavega...! Alltof góður tími þarna síðast, verður sko ekki síðra í sumar !!!
JEPPATÚR Í ÞÓRSMÖRK 03-05.07.09
Þau streyma svoleiðis myndböndin úr smiðju Jonni Productions þessa dagana, en í gær þegar ég var að ferðast um flakkarann rakst ég á alveg haug af gömlum klippum frá jeppatúr sem við Arna Benný, Hjalti og Gígja fórum í sumarið 2009 yfir Sprengisand og inn í Þórsmörk ! Þetta var svo mikið af gullnum mómentum að ég hringdi um leið í Hjalta og við settumst saman í hláturskasti og klipptum saman myndband frá ferðinni ! Þetta myndband er stútfullt af vitleysu og einkahúmor frá frábærri ferð sem við áttum !