Fréttir

ÍSLENSKA SLEÐAÚTRÁSIN Í SVÍÞJÓÐ

Akureyringarnir Bjarki Sig og Baldvin eru búnir að vera úti í Svíþjóð núna í nokkrar vikur að sleðast með ýmsum flottum gaurum og þar á meðal Ruff Riders krúinu ! Gummi Skúla og Danni eru líka búnir að vera úti og það hefur ekki beint verið leiðinlegt hjá þeim ! Ég heyrði í þeim fyrir stuttu og þá voru þeir á leiðinni upp til Riksgransen að sleðast með Daniel Bodin, Jimmy Blaze, Kourtney Hungerford o.fl. legendum !

Hér eru tvö video sem Bjarki var að smella inn á YouTube úr hjálmkamerunni sinni frá geggjaðri trjávitleysusleðun ! Ekki beint leiðinlegt ! Vona að við fáum fleiri myndir og video frá þeim sem fyrst !

Nánar / Tjá skoðun

HYBRID COLOR FILMS - WINTER PROJECT

Þessi trailer er nýlega sloppinn á netið en þetta er nýtt "crew" frá Alaska sem eru að vinna að nýrri sleðamynd sem ég er reyndar ekki búinn að finna dagsetningu á en miðað við þennan trailer get ég ekki beðið því þetta er gott stöff ! Þessir gæjar eru með gott auga og þarna eru líka flottir keyrarar ! Ef Slednecks gengið uppar sinn leik ekki vel fyrir næstu mynd á þessi eftir að gefa þeim spark í rassinn !

Nánar / Tjá skoðun

AK-X 2011 - VIDEO...

AK-X helgin 2011 er örugglega ennþá ofarlega í minnum manna enda alveg geðveik helgi ! Helgasons.com eru núna búnir að senda frá sér geggjað edit frá AK-X keppninni og svo sendi Ring líka frá sér alveg geggjað video sem tekur á allri helginni og þá Söngvakeppni Framhaldsskólanna líka !

Ring - AK helgin 7-10 apríl 2011:

Helgasons.com - AK-Extreme 2011:

Nánar / Tjá skoðun

USA SKÍÐA OG X-GAMES FERÐ 20-31.01.11

Þá er það loksins komið í loftið, hið hrikalega video frá ferðalagi okkar Örnu Bennýjar til Bandaríkjanna í janúar að renna okkur í hvítagullinu og fylgjast svo með Winter X games í Aspen ! Þetta var náttúrulega alveg geggjuð ferð og til svo alltof mikið af skemmtilegu efni, en ég reyndi að stytta þetta niður eins og ég gat svo þetta myndi ekki stela of miklum tíma af ykkur ! Vona að þið njótið !

Nánar / Tjá skoðun

TORSTEIN HORGMO AT NORTHSTAR

Eitt virkilega töff edit með Torstein Horgmo að crúsa parkinn í Northstar, Tahoe ! Spurning hvort hann mæti ekki bara á AKX á næsta ári... Allavega sjúkt video og ekki skemmir fyrir að nýji singúllinn frá Justice, Civilization blastar með !

Nánar / Tjá skoðun