Fréttir

THE ART OF FLIGHT KOMIN ÚT

Nýja snjóbrettamyndin frá Travis Rice og félögum í Brain Farm var að koma út í gær, The Art of Flight og hún er sjúkleg ! Hægt er að kaupa eintak af henni í gegnum Itunes og þetta er þvílík veisla ! Hlekku á myndina á Itunes er hérna fyrir neðan...

iTunes - Movies - The Art of Flight

HYBRID COLOR FILMS: RED SUNDAY

Enn eitt sjúklega flott sleðavideo frá Hybrid Color Films ! Þarna eru Cory Davis og félagar með freestyle sýningu á Alyeska skíðasvæðinu uppi í Alaska. Þessar vippur hjá drengnum eru náttúrulega ekki mennskar...

JS7 - NÝJA HJÓLIÐ...

Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort James Stewart sé að fara á nýtt hjól fyrir komandi tímabil, hann ákvað því að bjóða okkur í heimsókn og sýna okkur hvað væri í gangi ! Hækkiði bara hljóðið í hátölurunum því þetta er unaður ! Úff þetta myndband...

RIKSGRANSEN 2011

Í tilefni þess að það er farið að moka niður hvítagulli á norðurlandinu þá varð ég að henda þessari hingað inn ! Rakst á þessa flottu ræmu á netinu en þetta er sænsk sleðamynd eftir Rasmus Johansson með flottum keyrurum ! Endilega smelliði stólnum í "lazy mode" og njótið ! Veturinn er ekki langt undan...

MXON 2011 - TEAM ICELAND

Eins og allir ættu að vita þá fer Motocross of Nations 2011 fram um aðra helgi í Saint Jean D'Angely og nú eru strákarnir í Íslenska landsliðinu að týnast út í heim til æfinga fyrir keppnina. Kári og Viktor fóru til dæmis í gærnótt út til Spánar til að æfa með Mats Nilson fram að keppni. Eyþór er líka á leið út að æfa og það er klárt að strákarnir ætla sér að mæta helillir til Frakklands um aðra helgi og vera landi og þjóð til sóma !

Það er stór hópur Íslendinga sem ætlar út að styðja strákana og þar á meðal ég að sjálfsögðu ! Ég ætla að vera duglegur að færa ykkur fréttir af keppninni beint hingað inn á jonni.is !

Mæli með að allir "like-i" Facebook síðu landsliðsins en þar er færðar inn fréttir af strákunum reglulega ! Hlekkur á síðuna er hér fyrir neðan !

Facebook síða Team Iceland MXON 2011

MX brautin í Saint Jean D'AngelyKári og Viktor í Keflavík á leið til Spánar