Fréttir
ANDREAS HATVEIT - THE GOOD LIFE
Í síðustu viku fór fram "2011 Backyard Battle" í bakgarðinum hjá norska freeskíðaranum Andreas Hatveit ! Þetta er enginn venjulegur bakgarður eins og sést í þessu video-i en hann er með heilann park upplýstan og klárann í hvað sem er ! Tjékkið á þessu video-i og ég lofa að þið munuð slefa nokkrum sinnum !
NAPOLEON Á LEIÐ Í NÝJAR HENDUR ?
Þá er komið að því að athuga hvort Napoleon geti komist í hendur nýs eiganda sem getur haldið áfram að elta ævintýri á honum. Napoleon er háþekju VW Transporter 2000 árgerð, framdrifinn og beinskiptur með 2 lítra bensínvél. Hann er keyrður rétt yfir 200 þús og fengið reglulegt og gott viðhald. Þessi bíll er alger fjölnota bíll en ég hef notað hann sem sleðabíl, mótorhjólabíl, surfbíl, fjallahjólabíl og svo auðvitað húsbíl.
Bílinn keypti ég haustið 2007 til að nota sem sleðabíl þegar ég fór að æfa Snocross í Svíþjóð veturinn 2008. Sumarið 2008 breytti ég honum sjálfur í húsbíl og um haustið fórum ég og kærasta mín í þriggja mánaða Evrópureisu á bílnum og bjuggum þá í bílnum. Um veturinn var bíllinn svo aftur notaður fyrir sleðann hér heima meðan Snocross tímabilinu stóð og svo um sumarið nýttum við hann sem húsbíl. Í fyrra notaði ég hann sem sleðabíl um veturinn og ýmist hjólabíl eða húsbíl um sumarið.
En að útbúnaðnum í bílnum sjálfum. Bæði framsætin eru á snúningsplatta og það eru mjög fínar Kenwood græjur í bílnum með 6 hátölurum bæði að framan og afturí. Bíllinn er allur teppalagður að innan og flott LED lýsing í loftinu og það er líka topplúga í þakinu. Á gólfinu er flottur gólfdúkur og vel gengið frá öllu. Þegar húsbílainnréttingin er í bílnum er semsagt sérsmíðuð innrétting með skápum og eldunaraðstöðu, fellanlegt borð, mjög þæginlegur og góður svefnsófi fyrir tvo er afturí og fyrir aftan hann er þil sem skilur að smá skott þar sem hægt er að geyma ógrynni af dóti og þar eru líka festingar fyrir tvö fjallahjól. Undir sófanum er líka gott geymsluhólf. Svo er lítið mál að kippa sófanum og þilinu úr og þá hefur maður pláss í bílnum fyrir hvað sem er, ég læt fylgja með plastrenninga, gúmmímottur og sliskju sem er hægt að nota fyrir sleða eða hjól. Utaná bílnum eru svo festingar á annarri hliðinni fyrir surfbretti og hinum megin er mjög góð markísa. Á toppnum er svo sólarrafhlaða sem hleður bæði aukageyminn og svo aðalgeyminn ef hinn er fullur. Eina sem ég vill ekki láta með í kaupunum er Truma gasmiðstöðin, nema að það sé sérstaklega samið um það. Það er prófílbeisli aftanábílnum og kerrutengill. Merkingarnar sem eru núna á bílnum eru bara límmiðar sem er lítið mál að fjarlægja.
Þetta er semsagt bíll sem getur allt og gott betur.
Verðhugmynd fyrir bílinn er: 1.100.000 kr. en ég er til í að skoða öll tilboð !
Áhugasamir hafið samband við mig í síma: 771-8024 eða e-mail: Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.
AK EXTREME 2011
Hið svakalega AK Extreme 2011 fór fram um helgina og gekk allt eins og í sögu fyrir utan smá veðurofsa í fjallinu ! Ég mætti til Akureyrar á föstudag og þegar Hilli og Guðni Rúnar mættu upp í gil var hafist handa við smíðar á aðrennunni miklu niður gámastæðuna fyrir gámastökkið mikla ! Við þrír ásamt hjálparhöndum af og til smíðuðum eins og brjálaðir til að verða 2 um nóttina og síðan skelltum við okkur í bæinn í ruglið ! Því miður þurfti að hætta við "rail session-ið" uppí Hlíðarfjalli um kvöldið vegna veðurs en þess í stað var tekið meira á því í bænum !
Á laugardeginum eftir klukkutíma svefn var ræs kl 8 og ég dró liðið út úr íbúðinni hjá Hilla og eftir morgunmat í bakaríinu var byrjað á smíða á fullu og um hádegið var rennan klár fyrir snjó ! Finnur bóndi og hans menn mokuðu eins og óðir snjó og það var ótrúlegt að sjá snjóblásarann hrúga snjónum upp í 12m háa aðrennuna ! Við Hilli tókum svo að okkur að móta snjóinn í rennunni og sléttuðum og gerðum fínt á meðan hrúga af liði sá um pallinn sjálfann ! Um kvöldið mætti svo alveg fáránlega mikið af fólki að fylgjast með flottustu snjóbretta og skíðamönnum landsins taka á því á pallinum ógurlega ! Það var alveg sjúk stemning með DJ á hliðarlínunni og Geira og Sigga í ruglinu í hátalarakerfinu ! Það voru svo þeir Gulli, Halldór, Viktor, Danni, Árni og Steingrímur sem fóru í úrslita session og þar var hitinn ! Að lokum var það Gulli sem stóð uppi sem sigurvegari með alveg fáránlega flottum stökkum, Danni varð annar og Halldór þriðji ! Steingrímur stóð sig hins vegar geðveikt vel á skíðunum og á hrós skilið ! Síðan var bærinn tekinn með trompi fram á rauða nótt !
Á sunnudeginum hittist svo góður hópur uppí gili um 2 leytið og hófst handa við að rífa niður allt græjið, það gekk alveg fáránlega vel og á aðeins 3 tímum var allt komið niður, uppstaflað og fínt !
Myndir frá TotiFoto
Alveg geðveik svefnlaus og stuðfyllt helgi á AK og klárlega fullkomin endurfæðing AK Extreme ! Sjáumst öll á AK Extreme 2012 !
AK Extreme 2011 - Gámastökk Úrslit:
1. Gulli Guðmundsson
2. Daníel Magnússon
3. Halldór Helgason
SAAS-FEE GLACIER DOWNHILL 2011
Hið árlega jökla Downhill í Saas-Fee var haldið í 8. skiptið fyrir stuttu en þar er brunað úr 3.500 metra hæð ofan af jökli og niður í 1.800 metra. Það voru frábærar aðstæður og svakalega hörð keppni á milli þeirra 108 hjólara sem tóku þátt. Sá sem sigraði var Bernard Rösch en hann lækkaði sig um þessa 1.700 metra á litlum 7 mínútum og 59 sekúndum og náði hámarkshraða 144 km/klst !
Þetta er alveg geðveik keppni, þyrfti að búa til mini útgáfu af þessu í Hlíðarfjalli, byrja á toppnum í Strýtunni og enda niðrí bæ bara !
ALEXANDER NORDGAARD IN SLOMO
Hér er eitt geggjað POV video frá Norska sleðapungnum Alexander Nordgaard ! Sjúklega flottar klippur af freestyle og freeride í "slomo" ! Ætti að kynda í mönnum fyrir helgina !