Fréttir

AMA MX 2011 - ROUND 12 - PALA

Síðasta umferðin í AMA Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Pala brautinni. Í 450 flokknum var það Ryan Dungey sem sigraði keppnina en það var enginn annar en Ryan Villopoto sem hirti titilinn og það annar titill hans á árinu ! Ekki slæmt ár hjá rauðhærða kvikindinu og þess verður sennilega minnst sem eins mest spennandi árs bæði í Supercross og Motocross ! Í 250 flokknum var það Dean Wilson sem sigraði bæði hít þrátt fyrir mikla baráttu frá liðsfélaga sínum Blake Bagget. Dean Wilson tók titilinn í 250 flokknum eftir alveg geggjað season !

Hér er eitt fríkað en töff Remix video frá Pala keppninni um helgina...

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

FIM MX 2011 - ROUND 15 - FERMO,ITALY

15. umferðin og sú síðasta í FIM Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Fermo á Ítalíu. Í MX1 flokknum var það Frakkinn Gautier Paulin sem sigraði keppnina og það í fyrsta sinn sem hann keppir í MX1 en hann hefur keppt allt tímabilið í MX2. Hann var valinn í franska landsliðið fyrir MXON til að keppa í Open flokki og það varð kveikjan að því að hann mætti á 450 hjóli í MX1. Því miður vantaði þrjá af topp ökumönnunum en Ítalinn Antonio Cairoli var fyrir keppnina búinn að tryggja sér titilinn í MX1 ! Í MX2 flokknum var það Hollendingurinn Jeffrey Herlings sem sigraði keppnina. Þjóðverjinn Ken Roczen sem hafði fyrir keppnina tryggt sér titilinn mætti til leiks á 125 tvígengis tryllitæki en eftir að hafa klárað í fimmta sæti í fyrra hítinu þurfti hann að hætta þar sem stýrið á hjólinu var allt í steik eftir byltu en fyrir hana var hann í fjórða sæti, ekki slæmt á tvígengis blöðru !

Hér er svo "Highlights" video frá keppninni um helgina...

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

2012 SNOCROSS SLEÐARNIR

Þessa stundina eru hinir árlegu Hay Days í gangi í ameríkuhreppi en þar frumsýna yfirleitt allir sleðaframleiðendurnir keppnissleðana sína ásamt öðrum fyrir komandi vetur. Hérna fyrir neðan eru myndir af Ski-Doo, Polaris og Arctic Cat og þar er kötturinn með mestu breytingarnar, það er þó búið að uppfæra og endurbæta ýmislegt á hinum sleðunum og er alveg hægt að segja að þeir séu allir hrikalega flottir á sinn hátt !

Ski-Doo

Polaris

Arctic Cat

TOTALLY LONGBOARDING 11.06.11

Hér er eitt alveg "fresh" frá Jonni Productions ! Smá klippa sem ég henti saman í gær frá svaðallegu Longboard session-i sem við Signý og Hinrik áttum í sumar um miðja nótt í bílastæðakjallara í borg óttans ! Það var fáránlega gaman hjá okkur svo ég vona að það skili sér í gegn til ykkar ! Alger steik...

ICELAND - STAND UP PADDLE

Rakst á alveg fáránlega flotta mynd frá nokkrum "Stand Up Paddle" surfurum en það er tegund af surfi þar sem menn standa á brettunum og róa með ár. Smá svona outbreak frá venjulega surfinu, en í þessari mynd heimsækja þeir Ísland og hittu greinilega á góðar öldur í Ólafsfirðinum ásamt öðrum töff stöðum ! Klárlega þess virði að kíkja á þetta, flott myndataka, vinnsla og surf !