Fréttir

MX ÆFING SAUÐÁRKRÓK 22.05.11

Á sunnudaginn síðasta skruppum við í "road trip" á Sauðárkrók og tókum góða hjólaæfingu í MX brautinni ! Hópurinn samanstóð af okkur systkinum, bræðrunum Bjarka og Einari Sig og svo Steingrími úr Mývó. Það rættist heldur betur úr deginum þar sem við keyrðum úr slappi og snjókomu á AK yfir í sól og blíðu í Skagafirðinum ! Tókum gott "session" og hjóluðum af okkur "esið" ! Svo er stefnan sett á Krókinn um næstu helgi aftur !

Nánar / Tjá skoðun

SLEDNECKS 14 - TRAILER

Jæja, þá er "trailer-inn" mættur fyrir næstu Slednecks ræmu, nr. 14 í röðinni ! Þetta lítur vel út hjá þeim drengjum og geggjað hvað Svíinn Kalle Johansson er að taka á því ! Myndin kemur út 1. ágúst !

Nánar / Tjá skoðun

KLAUSTRI FRESTAÐ VEGNA ELDGOSSINS !

Tekið af www.mbl.is:

Keppni í þolakstri á vélhjólum sem átti að fara fram á Kirkjubæjarklaustri nk. laugardag hefur verið frestað um ótilgreindan tíma vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum.

Karl Gunnarsson, formaður mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands, segir í samtali við mbl.is að keppnisstjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem stendur fyrir keppninni, hafi tekið þessa ákvörðun í morgun.

„Það er ekki forsvaranlegt að fara inn á þetta svæði. Menn eru að hjóla í sex tíma í öskuryki. Svo er sveitin varla tilbúin að taka við okkur,“ segir Karl. Menn vonist til þess að hægt verði að halda keppnina í september.

Um 430 keppendur voru skráðir til leiks, þar af 12 erlendir keppendur frá Svíþjóð og Kanada. „Okkur reiknaðist til að þetta gæti verið á bilinu 1.500 til 2.000 manns sem fylgja mótinu,“ segir Karl og bætir við að erlendir blaðamenn hafi verið búnir að boða komu sína hingað til lands.

Karl segir að gosið í Eyjafjallajökli í fyrra hafi ekki haft þessar afleiðingar og keppnin hafi því verið haldin án vandræða. „En eins og staðan er núna þá er þetta náttúrulega bara „disaster“.“

Keppnin kallast á ensku Trans Atlantic Off-Road Challenge, en er kölluð Klausturskeppnin. Hún byrjar ávallt klukkan 12 á hádegi og lýkur kl. 18. Hjá flestum er keppnisfyrirkomulagið þannig að tveir eru saman í liði og skiptast þeir á að hjóla.

Nánar / Tjá skoðun

GOPRO SUPERCROSS 2011 HIGHLIGHTS

Hrikalega töff klippa frá GoPro þar sem brunað er yfir AMA/FIM Supercross tímabilið 2011 ! Flottar klippur og allt tekið upp með GoPro vélum ! Þetta tímabil situr ennþá í manni... Það yrði nú svakalegt ef AMA/FIM Motocross tímabilið í sumar yrði eitthvað svipað !

Nánar / Tjá skoðun

GUERLAIN CHICHERIT TEARS APART TIGNES

Atvinnu freeskíðarinn og Dakar rallýkappinn Guerlain Chicherit var að senda frá sér alveg geðveikt video þar sem hann stælar svona hálfpartinn Gymkhana video-in hans Ken Block nema hann tekur á því í Dakar rallýjeppanum í snjó í Tignes, Frakklandi ! Þetta video er alveg geðveikt, en hann tekur alveg sver stökk og tekur meira að segja rail á bílnum ! Gaman að segja frá því að Xavier Bertoni einn besti vinur Guerlain og annar Freeski atvinnumaður var í farþegasætinu !

Nánar / Tjá skoðun