Fréttir

2 STROKE COLD SMOKE 14 - TRAILER

Trailerinn fyrir nýjustu 2 Stroke Cold Smoke myndina og þá 14 í röðinni var að detta á netið og þetta verður örugglega ekki leiðinleg ræma !

MONSTER ENERGY CUP 2011 - THE TRACK

Um aðra helgi fer fram Monster Energy Cup 2011 í Las Vegas en þetta er í fyrsta skiptið sem þessi keppni er haldin og hún er ólík öllu sem við höfum séð. Ekki nóg með það að svakalegt verðlaunafé er í boði fyrir sigurvegarana þá verður þetta blanda af Supercross braut og Motocross. Þegar kom að því að hanna brautina var ekki kallað í minni kappa en Jeremy McGrath og Ricky Carmichael og útkoman er svakaleg !

Sigurvegarinn í hverju heat-i labbar burt með 100.000 dollara og ef einhver getur unnið öll þrjú heat-in fær sá hinn sami heila 1.000.000 dollara í vasann ! Það er greinilegt að Monster er að seljast ágætlega !

Monster Energy Cup 2011 - Track Layout

Villopoto Is Ready For the MX/SX Track

CHAD REED 2011 RECAP

Chad Reed hefur átt eitt sitt flottasta ár frá upphafi þó hann hafi nú ekki labbað burt með neina titla, en hann mætti með sitt eigið lið og stakk uppí kok á öllum þeim sem voru búnir að afskrifa hann eftir 2010 tímabilið sem var jafnframt það slakasta á hans ferli. Two Two Motorsports liðið stóð sig hrikalega bæði í Supercross-inu og Motocross-inu og Chad Reed var að sýna fanta akstur, í þessu video-i fer Reed yfir keppnisárið 2011 !

RUFF RIDERS 7 - TRAILER

Ruff Riders krúið er á leiðinni með enn eina ræmuna og þá sjöundu í röðinni ! Það er gaman að sjá hvað myndirnar hjá þeim verða alltaf flottari og flottari og alltaf meira og meira lagt í tökurnar og vinnsluna enda margir snillingar á bakvið þetta verk ! Kíkið á "trailer-inn" fyrir þessa snilld en myndin er væntanleg í haust !

MXON 2011 - JP VIDEO

Þá er stundin runnin upp ! Sjóðheitt og brakandi video úr smiðju Jonni Productions frá MXON 2011 ! Allt efni sem ég tók upp á nýju Canon 7D vélina og er hér mætt samansoðið í þessa eintómu snilld ! Þessi klippa spannar alla helgina með öllu ruglinu ! Vona að þið njótið veislunnar...