Fréttir

MONSTER ENERGY CUP 2011 - ON SPEED TV

ATH. Búinn að uppfæra linkinn á útsendingu sem er virk ! Smellið á kvikindið og fylgist með ;) !

Auðvitað er ég búinn að finna handa ykkur Speed TV á netinu svo allir geti fylgst með fjörinu í beinni á laugardaginn eða um nóttina öllu heldur þegar Monster Energy Cup 2011 fer fram í Las Vegas ! Smellið bara á myndina til að hoppa yfir á útsendinguna ! Dagskráin er svo fyrir neðan á íslenskum tíma !

Speed TV

Monster Energy Cup 2011 - Dagskrá (íslenskur tími):

02:00 - 02:20 - Opening Ceremonies
02:20 - 02:30 - Heat 1 - 8 Laps [20 Riders] (1-4 Advance to the Main Event)
02:30 - 02:40 - Heat 2 - 8 Laps [20 Riders] (1-4 Advance to the Main Event)
02:40 - 02:45 - Super Mini Race 1 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
02:45 - 02:55 - Semi 1 - 6 Laps [16 Riders] (1-5 Advance to the Main Event)
02:55 - 03:05 - Semi 2 - 6 Laps [16 Riders] (1-5 Advance to the Main Event)
03:05 - 03:10 - Amateur All-Stars Race 1 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
03:10 - 03:15 - LCQ - 4 Laps [22 Riders] (1-4 Advance to the Main Event)
03:15 - 03:35 - Best Trick Competition
03:35 - 03:45 - Intermission
03:45 - 04:00 - Main Event 1 - 10 Laps [22 Riders]
04:00 - 04:15 - Super Mini Race 2 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
04:15 - 04:30 - Main Event 2 - 10 Laps [22 Riders]
04:30 - 04:45 - Amateur All-Stars Race 2 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
04:45 - 05:00 - Main Event 3 - 10 Laps [22 Riders]

MONSTER ENERGY CUP 2011 - PRESS DAY

Það styttist óðum í Monster Energy Cup sem fer fram á laugardaginn 15. október í Las Vegas. Í dag var haldinn "Press Day" en brautin er öll að fæðast og fengu útvaldir að taka smá prufuhring. Einnig var fjölmiðlafundur og þar kynntu Monster gellurnar heilar 1 milljón dollara sem verða í verðalaun fyrir þann sem vinnur öll þrjú "main event-in" ! Ekki nóg með þetta en þá staðfesti Ryan Dungey að hann myndi mæta til keppni á nýja KTM-inu ! Þetta verður svakaleg keppni !

Monster Energy CupMonster Energy Cup

Monster Energy CupMonster Energy CupMonster Energy Cup

Monster Energy CupMonster Energy CupMonster Energy Cup

SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 1

Salomon Freeski TV er mætt aftur með 5 season-ið af sínum geggjuðu vefþáttum ! Með skíðara í liðinu eins og Bobby Brown, Simon Dumont, Henrik Windstedt, Sammy Carlson, Mark Abma, Kaj Zackrisson, Mike Douglas, Kaya Turski og Cody Townsend er ekki hægt annað en að fylgjast með þessum þáttum !

Salomon Freeski TV

KICKSTART 3 - WHISKEY THROTTLE - TRAILER

Þeir eru alveg að standa sig hjá Transworld en þriðja Kickstart myndin er á leiðinni og "trailerinn" var að mæta á netið ! Með villta keyrara á borð við Justin Barcia, Josh Hansen, Kyle Cunningham, Ken Roczen, Malcolm Stewart, Adam Jones og James Stewart er ekki skrítið að undirtitill myndarinnar sé dreginn úr villta vestrinu en myndin ber nafnið Kickstart 3 - Whiskey Throttle ! Þetta er ein af þeim sem maður bíður eftir spenntur !

Kickstart 3 - Whiskey Throttle - Ken Roczen

Tjékkið á þessum "trailer", þetta lítur ekkert illa út...

RED BULL SEA TO SKY 2011

Um helgina fór fram glæný "hardcore" enduro keppni undir nafninu Red Bull Sea to Sky. Keppnin fór fram í Króatíu og þar var semsagt málið að "race-a" frá ströndinni og alla leið upp á Olympos fjallið (2.365m). En daginn fyrir aðal "race-ið" fóru fram undanrásir sem samanstóðu af annarsvegar híti á ströndinni og svo öðru inní skóginum sem reyndu bæði tvö virkilega á menn og hjól. Undanrásirnar á degi 1 enduðu þannig að hinn ungi og upprennandi Breti Jonny Walker sigraði strandar "race-ið" en Nýsjálendingurinn Chris Birch sigraði skógar "race-ið" !

Á degi 2 var svo startað í rigningu á ströndinni og leiðin byrjaði með löngum kafla í gegnum grýttan árfarveg og því næst var haldið upp hlíðarnar í gegnum skóg og erfiði og þegar loks var komið upp fyrir skógarlínuna tók grjót við áfram og þoka upp á topp fjallsins. Það var hörku barátta á leiðinni en á endanum var það enginn annar en Bretinn Graham Jarvis sem sigraði með hrikalegum akstri, hinn ungi Jonny Walker var þó ekki langt undan í öðru sæti og á eftir þeim kom Chris Birch í þriðja sæti.


Myndir frá facebook.com/RedBullSeatoSky

Red Bull Sea to Sky 2011 - Day 1

Red Bull Sea to Sky 2011 - Day 1