Fréttir

NÝJAR MYNDIR Í TONNATALI !

Þá er ég loksins búinn að bæta við nýjum myndaalbúmum hérna inn á myndasíðuna, splunkunýjar myndir frá MXON 2011, myndir frá ISDE 2011, hjólun í sumar, rugli í sumar og allskyns flottar myndir sem ég hef tekið upp á síðkastið ! Þið getið smellt á myndirnar hér fyrir neðan til að fara í tiltekið albúm eða bara skellt ykkur á myndasíðuna :) !

Sleðaferð Album Test

THE MOTO SHOW - EPISODE 4 (2)

Gleymdi aðeins að fylgjast með þessum en fjórði þátturinn af The Moto Show er kominn á netið og gestirnir að þessu sinni eru Justin Soule, Ronnie Renner og Josh Grant. Auk þess er farið yfir allt sem gerðist í sportinu síðustu vikuna. Ekki missa af þessum !

Nánar / Tjá skoðun

TADDY BLAZUSIAK - PROFILE

Hér er flott klippa frá Blur Optic Productions þar sem þeir hitta fyrir Taddy Blazusiak, titilverjandann í AMA Endurocross seríunni og leiðir eftir 4 keppnir. Hér segir hann aðeins frá tímabilinu, æfingunum sínum og frá nýja KTM 350 fjórgengis sem hann er kominn á. Þessi maður er fáránlegur...

MOTO 3 THE MOVIE - TRAILER

Hrikalega verður þetta geðveik ræma, frá þeim hjá Moto X Cinema kemur enn ein MOTO myndin og sú þriðja í röðinni ! Trailerinn lítur fáránlega flott út og ökumennirnir eru ekki af verri endanum, Ryan Villopoto, Ken Roczen, Justin Barcia, Taylor Robert, Shane Watts, Jeffrey Herlings, Adam Cianciarulo, Kyle Redmond, Cody Webb, Destry Abbott, Colton Haaker, Ryan Sipes, Kevin Rookstool og fleiri ! Myndin á að koma út 1. nóvember svo þið getið merkt það inn á dagatalið !