MX ÆFING SAUÐÁRKRÓK 22.05.11

Á sunnudaginn síðasta skruppum við í "road trip" á Sauðárkrók og tókum góða hjólaæfingu í MX brautinni ! Hópurinn samanstóð af okkur systkinum, bræðrunum Bjarka og Einari Sig og svo Steingrími úr Mývó. Það rættist heldur betur úr deginum þar sem við keyrðum úr slappi og snjókomu á AK yfir í sól og blíðu í Skagafirðinum ! Tókum gott "session" og hjóluðum af okkur "esið" ! Svo er stefnan sett á Krókinn um næstu helgi aftur !