Fréttir

LEVI LAVALLEE HJÁ JAY LENO

Snjósleða ofurhuginn Levi LaVallee mætti á dögunum í spjallþáttinn hjá Jay Leno til að ræða við hann um stökkið sitt um áramótin með Robbie Maddison. Virkilega töff viðtal og Levi tekur smá stönt á sleðanum fyrir utan stúdíóið ! Illa flottur !

TUCKER HIBBERT - IRONWOOD - VIDEO

Tucker Hibbert sendir aftur frá sér töff video frá annarri keppnishelginni í ISOC seríunni sem fór fram um síðustu helgi í Ironwood í Bessemer, Michigan. Kappinn var mjög nálægt því að eiga fullkomna helgi en lenti í bilun í sleðanum fyrri daginn en sigraði þann seinni !

ÍSLANDSMÓTIÐ Í SNO CROSS COUNTRY 2012

Nú skulu allir taka eftir ! Í vetur er stefnan að keyra í fyrsta sinn íslandsmót í Sno Cross Country eða einskonar enduro á snjósleðum. Síðasta vor var keyrt svona bikarmót á Mývatni og gekk þrusu vel þrátt fyrir að veðrið hafi mátt vera betra, en menn brostu allavega allir hringinn eftir það mót og það ýtti okkur út í að keyra á íslandsmót í þessu. Eins og allir vita hefur keppnishald í snjósleðaakstri dottið í dvala eftir að Snocross-ið datt upp fyrir og langar okkur með þessu að búa til nýjan vettvang fyrir menn og konur til að mæta og etja kappi á snjósleðum þar sem allir geta tekið þátt, sleðategund, árgerð eða vélarstærð skiptir engu máli og því tilvalið fyrir alla að mæta í vetur út í hvítagullið og taka á því í góðu gamni !

Hvet alla til að fylgjast með nánari fréttum en hér fyrir neðan er auglýsing fyrir Íslandsmótið í Sno Cross Country 2012 !

Sno Cross Country 2012

VETRARDAGSKRÁ MSÍ 2012

MSÍ var að senda frá sér vetrardagskránna fyrir veturinn 2012, Ís-Cross-ið á sínum stað, bikarmót í snjóspyrnu og svo glæný keppnisgrein, Sno Cross Country sem allir eiga að mæta í ! Þetta verður glæsilegur vetur !

Vetrardagskrá MSÍ 2012

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 28. Janúar. Íslandsmót Reykjavík / Sauðárkrók / Mývatn VÍK / AM
Sno-CC 4. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Bláfjöll TTK / VÍK
Snjóspyrna 10. Febrúar. Bikarmót Akureyri KKA
Ís-Cross 11. Febrúar. Íslandsmót Akureyri KKA / AM
Snjóspyrna 16. Mars. Bikarmót Mývatn AM
Ís-Cross 17. Mars. Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 17. Mars. Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 14. Apríl. Íslandsmót Akureyri KKA

SLEÐASKÓLI LEXA 2011/2012

Frá Lexa:

Erum að kanna áhuga fyrir veturinn, ætlum að kenna öllum sem vilja læra meira.

Endurgreiðum námskeið að fullu ef menn læra ekki neitt nýtt !!!

Sleðaskóli Lexa 2011/2012

Ath.

Nú er hægt að fá Gjafakort í sleðaskólann.

Flott gjöf fyrir allt sleðafólk sem vill læra meira.

Gildir á öll námskeið sem verða haldin í vetur.

Frekari upplýsingar á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. eða í síma 660 6707