ÍSLANDSMÓTIÐ Í SNO CROSS COUNTRY 2012
Nú skulu allir taka eftir ! Í vetur er stefnan að keyra í fyrsta sinn íslandsmót í Sno Cross Country eða einskonar enduro á snjósleðum. Síðasta vor var keyrt svona bikarmót á Mývatni og gekk þrusu vel þrátt fyrir að veðrið hafi mátt vera betra, en menn brostu allavega allir hringinn eftir það mót og það ýtti okkur út í að keyra á íslandsmót í þessu. Eins og allir vita hefur keppnishald í snjósleðaakstri dottið í dvala eftir að Snocross-ið datt upp fyrir og langar okkur með þessu að búa til nýjan vettvang fyrir menn og konur til að mæta og etja kappi á snjósleðum þar sem allir geta tekið þátt, sleðategund, árgerð eða vélarstærð skiptir engu máli og því tilvalið fyrir alla að mæta í vetur út í hvítagullið og taka á því í góðu gamni !
Hvet alla til að fylgjast með nánari fréttum en hér fyrir neðan er auglýsing fyrir Íslandsmótið í Sno Cross Country 2012 !