Fréttir

ÍSKROSS HVALEYRARVATNI 04.12.11

Í gær sunnudag var fjölmennt aftur á ísinn á Hvaleyrarvatni, það var tekið vel á því og menn í banastuði ! Ég greip vélina með og smellti aðeins af og henti í albúm á myndasíðunni ! Tjékkit...

Ískross Hvaleyrarvatni 04.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 04.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 04.12.11

Ég tók aðeins upp á hjálmkameruna en veit ekki hvort það var nógu spennandi, sé til hvort ég hendi því inn ;) ! Annars alveg snilldar ísaksturshelgi í borg óttans !

TUCKER HIBBERT - DULUTH 2011 - VIDEO

Mjög töff video frá Duluth helginni hjá Tucker Hibbert, en þetta var fyrsta umferðin í ISOC Snocross-inu á tímabilinu. Það verður gaman að fylgjast með honum í vetur á nýja kettinum. Kíkið á kappann !

ÍSKROSS HVALEYRARVATNI 03.12.11

Í dag var fjölmennt upp á Hvaleyrarvatn í Ískross æfingar. Við Jói Kef skelltum okkur saman og ég tók í fyrsta sinn gult undir mig ! Það var hellingur af liði mætt að hjóla og geggjuð stemning. Ísinn var rosa skemmtilegur og menn tóku á því, meira að segja startað í nokkur hít og alles !

Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11

Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11

Ég smellti nokkrum römmum af og Jói myndaði líka á meðan ég tók á því, henti slatta af því í albúm hérna á myndasíðunni ! Tjékkið á því, svo á að fjölmenna aftur á morgun, sunnudag !

BACKYARD SESSION 02.12.11

Við Arna Benný nýttum snjóinn og fórum út að fíflast í "bakgarðinum" okkar hérna í Kópavogi, fyrst var tekið skóflureis og fíflagangur og síðan smelltum við okkur í "bakgarðs parkinn" hehe ! Ég smellti nýju albúmi á myndasíðuna með bæði myndum og svo snapshot-um úr videoklippum ! Það er alltaf gaman hjá okkur ;) !

Backyard Session 02.12.11Backyard Session 02.12.11Backyard Session 02.12.11

Backyard Session 02.12.11Backyard Session 02.12.11Backyard Session 02.12.11

ALL I CAN - JP AUCLAIR STREET SEGMENT

Nýja myndin frá Sherpas Cinema, All I Can er nýlega komin út og váá hvað þetta atriði er með þeim flottari sem ég hef séð í skíðamynd, JP Auclair í hrikalegu "urban" skíðun... Ekki séns að finnast þetta ekki töff !

Getið tjékkað á trailernum fyrir myndina hér og svo er hægt að kaupa myndina á iTunes og fyrir þá sem eru á ExtremeBits þá er hún komin þangað !