ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH

Núna um helgina fór fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og eins og venjulega var keppt við Spirit Mountain í Duluth, Minnesota. Það var greinilega búið að framleiða mikið magn af snjó fyrir keppni þessa árs og brautin var virkilega flott með smávægilegum breytingum frá því í fyrra. Í ár var keppnisfyrirkomulaginu einnig breytt og núna er bara einn Pro Open flokkur þar sem topparnir keppa og Semi-Pro er orðið að Pro Lites. Núna um helgina fóru fram tvær umferðir í báðum flokkunum. Ég ætla bara að fjalla um Pro Open hérna en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

En á laugardaginn í fyrri umferð helgarinnar í Pro Open var það enginn annar en Robbie Malinoski sem kom öllum á óvart með þrusu starti og hélt af stað inn í 20 hringja úrslitahítið í forystunni, Ross Martin var þó ekki langt unda í öðru sætinu en hann átti ekki í Malinoski þennan daginn. Malinoski sigraði því fyrstu umferði tímabilsins með svakalega flottum akstri, Ross Martin endaði annar og í þriðja kláraði Tim Tremblay. Tucker Hibbert lenti í einhverju veseni á fyrsta hring og reyndi að keyra sig upp eins og hann gat og endaði fjórði í sinni fyrstu keppni á nýja Arctic Cat sleðanum.

Á sunnudeginum var svo komið að seinni umferð helgarinnar í Pro Open og þar snerist dæmið heldur betur við. Sigurvegari fyrstu umferðarinnar, Robbie Malinoski komst ekki inn í úrslitahítið og því engin stig í boði fyrir manninn sem byrjaði í forystunni. En þegar flaggið féll og önnur umferð tímabilsins byrjaði var það Ross Martin sem stakk sér í forystuna strax í upphafi, en eftir fyrstu beygju varð svaka krass í vúppsakafla sem tafði marga, svo á öðrum hring hætti Tim Tremblay vegna bilunar. Á eftir Ross Martin var það enginn annar en TJ Gulla sem heldur áfram að bæta sig frá því í fyrra en það var aðeins fyrir tveimur árum sem hann krassaði svakalega og endaði á sjúkrabekknum restina af því tímabili. En Ross Martin hélt öruggri forystu og TJ Gulla hélt sínu striki í öðru sæti, á eftir þeim var hinsvegar allskyns barningur þar sem Tucker Hibbert keyrði sig hægt og rólega upp. Að lokum var það Ross Martin sem sigraði, TJ Gulla hélt öðru og Tucker Hibbert náði þriðja sætinu af Svíanum Johan Lidman á lokahringjunum.

Semsagt gríðarlega spennandi byrjunarhelgi á ISOC Snocrossinu 2012 og ljóst að það geta margir náð í verðlaunasæti í vetur. Það verður líka spennandi að sjá hvernig Tucker Hibbert gengur að ná tökum á nýja Arctic Cat sleðanum.

ISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - Duluth

ISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - DuluthISOC Snocross 11/12 - Round 1/2 - Duluth

Myndir frá www.isoc.com

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Duluth !


ISOC Snocross 2012 - Round 1 - Duluth - Pro Open

Pos. Name
Team
Bib Sled
City, State
1 Robbie Malinoski
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
2 Ross Martin
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
3 Tim Tremblay
Warnert Racing
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
4 Tucker Hibbert
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
5 Iain Hayden
Rockstar Energy Polaris
93 Polaris
Chatsworth, Ontario
6 TJ Gulla
Hentges Racing
44 Polaris
Jericho, VT
7 Johan Lidman
Carlson Motorsports
52 Polaris
Pitea,
8 Levi LaVallee
Team LaVallee
108 Polaris
Longville, MN
9 Darrin Mees
Scheuring Speedsports
170 Ski-Doo
Setanket, NY
10 Mike Bauer
Judnick Motorsports
717 Polaris
Owen, WI

ISOC Snocross 2012 - Round 2 - Duluth - Pro Open

Pos. Name
Team
Bib Sled
City, State
1 Ross Martin
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
2 TJ Gulla
Hentges Racing
44 Polaris
Jericho, VT
3 Tucker Hibbert
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
4 Johan Lidman
Carlson Motorsports
52 Polaris
Pitea,
5 Darrin Mees
Scheuring Speedsports
170 Ski-Doo
Setanket, NY
6 Emil Ohman
Warnert Racing
27 Ski-Doo
Pitea, Norrbotten
7 Dan Ebert
Arctic Cat
60 Arctic Cat
Lake Shore, MN
8 Levi LaVallee
Team LaVallee
108 Polaris
Longville, MN
9 Zach Pattyn
Stud Boy Racing
99 Ski-Doo
Ravenna, MI
10 Cory Davis
Christian Brothers Racing
160 Arctic Cat
Soldotna, AK

ISOC Snocross 2012 - Points - Pro Open

Pos. Name Pts.
Team
Bib Sled
City, State
1 Ross Martin 83
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
2 Tucker Hibbert 72
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
3 TJ Gulla 72
Hentges Racing
44 Polaris
Jericho, VT
4 Tim Tremblay 66
Warnert Racing
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
5 Darrin Mees 64
Scheuring Speedsports
170 Ski-Doo
Setanket, NY
6 Robbie Malinoski 58
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
7 Johan Lidman 58
Carlson Motorsports
52 Polaris
Pitea,
8 Levi LaVallee 58
Team LaVallee
108 Polaris
Longville, MN
9 Dan Ebert 55
Arctic Cat
60 Arctic Cat
Lake Shore, MN
10 Cory Davis 51
Christian Brothers Racing
160 Arctic Cat
Soldotna, AK

Nánari úrslit má finna á síðu ISOC