Fréttir

BRP DAGAR Á HÓTEL REYNIHLÍÐ UM HELGINA

Í tilefni Mývatnsmótsins 2012 sem fer fram um helgina í sveitinni ætlar Hótel Reynihlíð að vera með BRP daga yfir helgina þar sem er sértilboð á gistingu og fæði 9.900 kr á mann á dag , á  laugardagskvöldinu, frá kl 18.00 verður efnt til BRP partís í Gamla Bistro, þar verður á borðum steikartilboð og meðlæti og eftirréttur fyrir kr 3.900 á mann. Þessi veisla er innifalin fyrir þá sem gista á hótelinu. Á sunnudeginum verður ferð í leiðsögn heimamanna um nærliggjandi fjöll og við hjá Ellingsen verðum þar með sleða og hjól til prufu.

Pantanir í síma 464-4170 eða á netfangið Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.

Hótel ReynihlíðEllingsen

MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - DAGSKRÁ

Um helgina fer fram hið margrómaða Mývatnsmót sem allir vita að er ein stærsta mótorsportveisla ársins. Það er þétt pökkuð dagskrá fyrir vélsleðamenn og hjólamenn alveg frá föstudegi fram á sunnudag. Svo nú þýðir ekkert annað en að loka augunum þegar þið dælið á bílinn og bruna svo skælbrosandi í sveitina og njóta helgarinnar í brjáluðu stuði ! Hér fyrir neðan er dagskráin !

Mývatnsmótið 2012 - DagskráMývatnsmótið 2012 - Dagskrá

Mývatnsmótið 2012 - Dagskrá:

Föstudagur 16/3:

14:00 Samhliðabraut við Kröflu (mæting keppenda kl 13:00)

16:00 Fjallaklifur við Kröflu (mæting keppenda kl 15:00)

18:00 Snjóspyrna við Kröflu (mæting keppenda kl 17:00)

21:00 Verðlaunaafhending í Sel-Hótel Mývatn

Laugardagur 17/3:

09:00 Ískross á Stakhólstjörn (mæting keppenda kl 08:00)

14:00 SnoCrossCountry við flugvöll (mæting keppenda kl 13:00)

Sunnudagur 18/3:

10:00 Ískross á Álftabáruvogi (mæting keppenda kl 09:00)

 

Skráning í samhliðabraut, fjallaklifur og snjóspyrnu er á staðnum og kostar kr 5.000 í eina keppnisgrein, kr 8.000 í tvær keppnisgreinar og kr 10.000 ef keppt er í öllum þremur keppnisgreinum.

Skráning í SnoCrossCountry er á vefnum www.motocross.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.

Skráning í Ískross er á vefnum www.msisport.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.

Nánari upplýsingar veitir Stefán í 895-4411 eða Kristján í 856-1160.

GRAHAM JARVIS - TRAINING IN SPAIN

Hérna er alveg splunkunýtt video af Graham Jarvis þar sem hann er við æfingar á Spáni, þessi maður er náttúrulega ekki eðlilegur ! Ef maður gæti aðeins fengið brot af þeim hjólahæfileikum sem hann hefur þá væri maður í góðum málum !

509 FILMS - RED EPIC CAMERA SHOOT

509 Films voru að senda frá sér nýtt video þar sem þeir Phil Yribar og Stephen Darcy taka á því fyrir framan auga RED EPIC myndavélarinnar. Hrikalega flottar klippur í enn og aftur geðveikum aðstæðum !

CRUSTY 16 - OUTBACK ATTACK - TRAILER

Crusty drengirnir eru að mæta aftur á svæðið með sína 16. mynd ! Í þessari mynd ákváðu þeir að helga sig að Ástralíu og þetta verður örugglega ekkert leiðinleg ræma ! Tjékkið á "trailer-num" fyrir myndina !