MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - DAGSKRÁ
Um helgina fer fram hið margrómaða Mývatnsmót sem allir vita að er ein stærsta mótorsportveisla ársins. Það er þétt pökkuð dagskrá fyrir vélsleðamenn og hjólamenn alveg frá föstudegi fram á sunnudag. Svo nú þýðir ekkert annað en að loka augunum þegar þið dælið á bílinn og bruna svo skælbrosandi í sveitina og njóta helgarinnar í brjáluðu stuði ! Hér fyrir neðan er dagskráin !
Mývatnsmótið 2012 - Dagskrá:
Föstudagur 16/3:
14:00 Samhliðabraut við Kröflu (mæting keppenda kl 13:00)
16:00 Fjallaklifur við Kröflu (mæting keppenda kl 15:00)
18:00 Snjóspyrna við Kröflu (mæting keppenda kl 17:00)
21:00 Verðlaunaafhending í Sel-Hótel Mývatn
Laugardagur 17/3:
09:00 Ískross á Stakhólstjörn (mæting keppenda kl 08:00)
14:00 SnoCrossCountry við flugvöll (mæting keppenda kl 13:00)
Sunnudagur 18/3:
10:00 Ískross á Álftabáruvogi (mæting keppenda kl 09:00)
Skráning í samhliðabraut, fjallaklifur og snjóspyrnu er á staðnum og kostar kr 5.000 í eina keppnisgrein, kr 8.000 í tvær keppnisgreinar og kr 10.000 ef keppt er í öllum þremur keppnisgreinum.
Skráning í SnoCrossCountry er á vefnum www.motocross.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.
Skráning í Ískross er á vefnum www.msisport.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.
Nánari upplýsingar veitir Stefán í 895-4411 eða Kristján í 856-1160.