Fréttir

LEVI LAVALLEE OG DANIEL BODIN MEIDDIR

Í gær bárust fréttir á netið að liðsfélagarnir Levi LaVallee og Daniel Bodin væru báðir slasaðir eftir sitthvort atvikið á æfingum fyrir Winter X Games 2012. Levi braut víst vinstri sköflunginn og Daniel Bodin brákaði hryggjalið en slapp við alvarleg meiðsli og hefur fulla hreyfigetu. Báðir reikna með því að ná sér að fullu en vegna meiðslanna verða þeir báðir frá keppni á Winter X Games í ár. Frekar ömurlegar fréttir þar sem þessir tveir eru einar stærstu stjörnurnar til að fylgjast með í snjósleðagreinunum þar !

Daniel Bodin Injury 2012Levi LaVallee Injury 2012

Hér er það sem Levi hafði að segja um málið:

“I’m super bummed about Daniel and I getting hurt,” said LaVallee. “I was riding on a high after my record distance jump on New Year’s Eve and was pumped for Winter X. And Daniel was working hard to defend his gold medals from last year. I love our sport but it can be cruel sometimes. We will both be back as soon as possible and want to thank our sponsors for their support during this time.” - www.teamlavallee.com

AMA SX 2012 - ROUND 2 - PHOENIX

Um helgina fór fram önnur umferðin í AMA Supercross-inu 2012 og fór keppnin fram í Phoenix. Eftir flotta opnunarumferð þrátt fyrir frekar leiðinlega braut var spennandi að sjá hver myndi stíga upp þessa helgina. Brautin núna um helgina var mjög flott með flottum "rythma" köflum og krefjandi sandkafla sem setti sinn svip á keppnina ! Eins og alltaf eru úrslitin falin fyrir þá sem eiga eftir að horfa á keppnina en fyrir hina þá er þetta allt handan við hornið...

AMA Supercross 2012 - Round 2 - PhoenixAMA Supercross 2012 - Round 2 - PhoenixAMA Supercross 2012 - Round 2 - Phoenix

Myndir frá TWMX

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Phoenix !

Lesa meira...

AMA SX 2012 - ROUND 2 - PHOENIX - TORRENT

Önnur umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á The Pirate Bay, maður getur alltaf treyst á "slicknick" að plögga þessu fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Útsendingin var "Live" í gær og því er öll veislan saman í einum pakka ! Hver ætlar að stíga upp þessa helgina ?

AMA Supercross 2012 - Round 2 - Phoenix - 250 & 450:

http://thepiratebay.org/torrent/6958090/

SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 10

Tíundi þátturinn af Salomon Freeski TV er kominn á netið ! Í þessum þætti er farið á lestarflakk um Sviss með Kaj Zackrisson og Mike Douglas.

Salomon Freeski TV

AMA SX 2012 - ROUND 2 - PHOENIX - TRACK

Hér er sýnishorn af brautinni fyrir supercross keppnina í Phoenix sem fer fram um helgina í USA ! Þessi braut virðist mun hraðari en sú sem við sáum um síðustu helgi og vonandi fáum við meiri spennu í þetta þá !