ISOC SNOX 2012 - ROUND 5/6 - CANTERBURY

Um helgina fór fram þriðja keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt aftur á Canterbury eftir nokkra ára hlé. Brautin var svona "stadium" en með flottum "rythma" köflum og grófst svakalega þegar leið á. En umferðir helgarinnar í Pro Open voru alveg hrikalega spennandi og gríðarleg barátta í gangi. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna á síðunni en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

Á föstudeginum fór fram fyrri umferð helgarinnar í Pro Open. Dan Ebert byrjaði á að taka holuskotið en Ross Martin var fljótur að hirða forystuna með Robbie Malinoski og Darrin Mees á hæla sér. Robbi Malinoski og Ross Martin börðust um forystuna en á meðan var Tucker Hibbert í bölvuðu klúðri og var aftarlega í röðinni. Ross Martin hélt áfram að leiða en á þessum tíma var Tim Tremblay búinn að vinna sig upp úr öftustu sætunum og var fljótlega kominn í toppbaráttuna og með hraðasta hring kvöldsins leið ekki á löngu þar til hann fékk tækifæri til að ná forystunni. Ross Martin og Robbi Malinoski lentu saman í beygju og Tim Tremblay stakk sér framúr og hélt forystunni eftir það. Robbi Malinoski tók annað sætið og Ross Martin endaði þriðji eftir að nýgræðingurinn Darrin Mees gaf honum það þegar hann krassaði á síðasta hring.

Á laugardeginum fór fram seinni umferð helgarinnar í Pro Open. Robbie Malinoski tók holuskotið með liðsfélaga sinn Darrin Mees og Tim Tremblay á eftir sér. Eftir níu hringi höfðu þessir þrír náð talverðu forskoti á restina en þá ákvað Tucker Hibbert loks að skipta um gír og á einum hring keyrði hann sig upp í annað sætið og sótti að Robbi Malinoski í fyrsta sætinu. Keyrslan á honum var svakaleg og á sextánda hring hirti hann forystuna en Robbie Malinoski veitti honum hörku keppni síðustu hringina sem ætlaði að trylla áhorfendur. En fyrstur yfir endalínua var Tucker Hibbert með Robbie Malinoski á eftir sér og í þriðja endaði Ross Martin.

Hrikaleg keppnishelgi í ISOC Snocrossinu 2012 og spennan heldur áfram !

ISOC Snocross 2012 - Round 5/6 - CanterburyISOC Snocross 2012 - Round 5/6 - Canterbury

Myndir frá www.isoc.com

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Canterbury !


 ISOC Snocross 2012 - Round 5 - Canterbury - Pro Open

Pos. Name Team Bib Sled City, State
1 Tim Tremblay
Warnert Racing
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
2 Robbie Malinoski
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
3 Ross Martin
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
4 Mathieu Morin
Team Jimmy John's/Ski Doo/BOSS Racing
14 Ski-Doo
Val Dor, Quebec
5 Garth Kaufman
Christian Brothers Racing
48 Arctic Cat
Driggs, ID
6 Darrin Mees
Scheuring Speedsports
170 Ski-Doo
Stanchfield, MN
7 Brett Bender
Hentges Racing
19 Polaris
Colden, NY
8 Mike Bauer
Judnick Motorsports
717 Polaris
Owen, WI
9 Justin Broberg
Warnert Racing
168 Ski-Doo
Waukesha, WI
10 Cory Davis
Christian Brothers Racing
160 Arctic Cat
Soldotna, AK

ISOC Snocross 2012 - Round 6Canterbury - Pro Open

Pos. Name Team Bib Sled City, State
1 Tucker Hibbert
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
2 Robbie Malinoski
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
3 Tim Tremblay
Warnert Racing
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
4 Ross Martin
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
5 Darrin Mees
Scheuring Speedsports
170 Ski-Doo
Stanchfield, MN
6 Mike Bauer
Judnick Motorsports
717 Polaris
Owen, WI
7 Zach Pattyn
Stud Boy Racing
99 Ski-Doo
Ravenna, MI
8 Mathieu Morin
Team Jimmy John's/Ski Doo/BOSS Racing
14 Ski-Doo
Val Dor, Quebec
9 Garth Kaufman
Christian Brothers Racing
48 Arctic Cat
Driggs, ID
10 Levi LaVallee
Team LaVallee
108 Polaris
Longville, MN

ISOC Snocross 2012 - Points - Pro Open

Pos. Name Pts.
Team
Bib Sled
City, State
1 Ross Martin 222
Judnick Motorsports
837 Polaris
Burlington, WI
2 Tim Tremblay 203
Warnert Racing
11 Ski-Doo
Ste Jeanne D'Arc, Quebec
3 Tucker Hibbert 203
Monster Energy/Arctic Cat
68 Arctic Cat
Pelican Rapids, MN
4 Robbie Malinoski 202
Amsoil/Air Force/Makita
4 Ski-Doo
Lino Lakes, MN
5 Darrin Mees 171
Scheuring Speedsports
170 Ski-Doo
Stanchfield, MN
6 TJ Gulla 148
Hentges Racing
44 Polaris
Jericho, VT
7 Mike Bauer 131
Judnick Motorsports
717 Polaris
Owen, WI
8 Garth Kaufman 125
Christian Brothers Racing
48 Arctic Cat
Driggs, ID
9 Justin Broberg 115
Warnert Racing
168 Ski-Doo
Waukesha, WI
10 Zach Pattyn 115
Stud Boy Racing
99 Ski-Doo
Ravenna, MI

Nánari úrslit má finna á síðu ISOC