Fréttir

GOPRO VIDEO FRÁ OAKLAND SX 2012

GoPro sendi frá sér hrikalega töff video frá Supercross keppninni um síðustu helgi í Oakland. Onboard video, fallhlífarstökkvarar og margt, margt fleira ! Greinilega metnaður hjá þeim að auglýsa sig !

1. UMFERÐ SCC 2012 FÆRÐ Á SUNNUDAG

Vegna slæmrar veðurspár fyrir fyrirhugaðann keppnisdag í 1. umferð Sno Cross Country 2012 laugardaginn 4. febrúar hefur verið ákveðið að færa keppnina um einn dag yfir á sunnudaginn 5. febrúar. Á sunnudaginn er spáð flottu veðri og verður keppnin keyrð af fullu afli á sama tímaplani. Það eru flottar aðstæður uppfrá og hefur bætt í snjó, í Bláfjöllum hefur t.d. verið ófært í 2 daga svo nú er um að gera að mæta til leiks og þenja tugguna í snjónum í suðrinu ! Muna að skrá sig á www.motocross.is !

Sno Cross Country 2012

AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM - TRACK

Sýnishorn af brautinni sem verður í 5. umferðinni í Supercrossinu í Anaheim um helgina í USA ! Þessi braut er allt öðruvísi en við sáum í Anaheim í fyrstu umferðinni og virkar mjög spennandi, mikið af flottum köflum og mikið af beygjum sem gætu boðið uppá spennandi framúrakstur !

CHARMICHAEL VS. EMIG: THE SHOWDOWN

Næstum 13 ár eru síðan Jeff Emig sigraði Ricky Charmichael í US Open of Motocross 1999. En gömlu kempurnar hittust fyrir stuttu til að útkljá í eitt skipti fyrir öll hver væri í raun betri... Flott að sjá Ricky keyra aftur !

SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 12

Tólfti þátturinn af Salomon Freeski TV er kominn á netið ! Í þessum þætti er kíkt til Finnlands þar sem AJ Kemppainen sýnir okkur hvernig er hægt að verða góður free-skíðari í landi sem er nánast allt flatt og lúrir í myrkrinu hálft árið.

Salomon Freeski TV