RED BULL SEA TO SKY 2011
Um helgina fór fram glæný "hardcore" enduro keppni undir nafninu Red Bull Sea to Sky. Keppnin fór fram í Króatíu og þar var semsagt málið að "race-a" frá ströndinni og alla leið upp á Olympos fjallið (2.365m). En daginn fyrir aðal "race-ið" fóru fram undanrásir sem samanstóðu af annarsvegar híti á ströndinni og svo öðru inní skóginum sem reyndu bæði tvö virkilega á menn og hjól. Undanrásirnar á degi 1 enduðu þannig að hinn ungi og upprennandi Breti Jonny Walker sigraði strandar "race-ið" en Nýsjálendingurinn Chris Birch sigraði skógar "race-ið" !
Á degi 2 var svo startað í rigningu á ströndinni og leiðin byrjaði með löngum kafla í gegnum grýttan árfarveg og því næst var haldið upp hlíðarnar í gegnum skóg og erfiði og þegar loks var komið upp fyrir skógarlínuna tók grjót við áfram og þoka upp á topp fjallsins. Það var hörku barátta á leiðinni en á endanum var það enginn annar en Bretinn Graham Jarvis sem sigraði með hrikalegum akstri, hinn ungi Jonny Walker var þó ekki langt undan í öðru sæti og á eftir þeim kom Chris Birch í þriðja sæti.
Myndir frá facebook.com/RedBullSeatoSky
Red Bull Sea to Sky 2011 - Day 1
Red Bull Sea to Sky 2011 - Day 1