Fréttir

SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 3

Þriðji þátturinn af Salomon Freeski TV er kominn á netið ! Í þessum þætti ferðumst við til Noregs þar sem skíðamennskan og saga hennar er hvað sterkust. Geggjuð skíðun í snævi þöktum hlíðum fjarða í kringum Sogndal með Mike Douglas, Asmund Thorsen, Enak Gavaggio og Eirik Finseth.

Salomon Freeski TV

POV 4D MOTOCROSS

Haha, þetta er alger snilldar klippa ! Fjórar myndavélar, fjögur mismunandi sjónarhorn, ökumaðurinn að lýsa í beinni og ekki skemmir fyrir að hann er á 2 stroke kvikindi ! Braaap braaaaap !

AMA EX 2011 - ROUND 6 - BOISE

Um helgina fór fram sjötta og næstsíðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Boise í Idaho fylki. Brautin að þessu sinni var svakaleg með hrikalegum trjádrumba "double" með pollum á milli. Það voru meira að segja fáir Pro ökumenn sem stukku þennan. Einnig var lengsti grjótakafli sem hefur sést í AMA Endurcross-inu hingað til og hann reyndist virkilega krefjandi fyrir ökumenn.

AMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise

Myndir frá www.endurocross.com

Enn og aftur var það Taddy Blazusiak á KTM sem kom sá og sigraði en hann náði strax góðu starti og þaðan var það auð leið fyrir Pólverjann. Hann hefur núna unnið allar 6 umferðirnar og því spennandi að sjá hvort hann nær fullkomnu tímabili þetta árið. Annar varð Mike Brown á KTM og þriðji endaði Geoff Aaron á Hondu eftir að Justin Soule á Kawasaki og Cody Webb á Beta lentu saman í stóra "double-inum".

Síðasta umferðin fer svo fram í Las Vegas 19. nóvember !

Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

1. Taddy Blazusiak​ KTM
2. Mike Brown​ KTM
3. Geoff Aaron​ Honda/Christini
4. Justin Soule​ Kawasaki
5. Gary Sutherlin​ Kawasaki
6. Bobby Prochnau​ KTM
7. Keith Sweeten ​KTM
8. Kyle Redmond​ Honda
9. Cody Webb​ Beta
10. Max Gerston​ KTM
11. Eric Rhoten​ Kawasaki

JS7 - KOMINN TIL JGR MX

Þá er það loksins komið á hreint, James Stewart mun keyra fyrir Joe Gibbs Racing út 2014 og nú er hann ráðinn bæði fyrir Supercross og Motocross, en ekki einhver bull Supercross-Only díll ! Til viðbótar við það fær hann tækifæri til að prufa Nascar en eins og flestir vita er Joe Gibbs Racing liðið mjög stórt í Nascar.

James Stewart skrifar undir hjá Joe Gibbs Racing til 2014James Stewart skrifar undir hjá Joe Gibbs Racing til 2014James Stewart skrifar undir hjá Joe Gibbs Racing til 2014

James Stewart sem virðist vera mjög ánægður með þessa ákvörðun, þrátt fyrir að hafa tekið langan tíma, svarar flestum spurningum sem brenna á vörum okkar í viðtali við RacerX hér fyrir neðan.

SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 2

Sledhead 24/7 mætir enn og aftur með allar helstu fréttirnar ! Í þessum þætti er kíkt á 2012 Polaris sleðana, kíkt á 50 ára afmæli Arctic Cat, kíkt á 2012 Polaris sleðana og síðast er kíkt á svokallað Swap-Meet á Hay Days !

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 2 - Part 1

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 2 - Part 2

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 2 - Part 3

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 2 - Part 4

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Fyrri þættir:

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 1